Beðið eftir afskriftum á húsnæðisskuldum

Erfitt er að meta áhrif afskrifta á fasteignaverð.
Erfitt er að meta áhrif afskrifta á fasteignaverð. mbl.is/Árni Sæberg

Margir kaupendur og seljendur eru í biðstöðu vegna boðaðra afskrifta verðtryggðra íbúðalána. Þetta er mat Úlfars Davíðssonar, löggilts fasteignasala hjá Remax Borg.

„Seljendur jafnt sem kaupendur eru í biðstöðu og bíða eftir útspili ríkisstjórnarinnar. Það er mín upplifun. Markaðurinn er viðkvæmur. Óvissan er mikil. Því fylgir biðstaða, sérstaklega nú þegar það styttist í að efna eigi loforð um afskriftir. Auðvitað hefur þetta meiri áhrif á dæmigerðar fjölskyldur en hinar efnameiri. Hugsanlega hefur þetta góð áhrif á markaðinn. Hugsanlega ekki. Hvað gerist ef ekkert verður gert í skuldamálum? Væntingar sumra eru óraunhæfar. Margir halda að þeir muni fá ávísun í pósti,“ segir Úlfar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Guðmundur Th. Jónsson, löggiltur fasteignasali hjá Fasteignamarkaðnum, telur meiri líkur en minni á að niðurskriftir húsnæðislána muni leiða til hækkunar fasteignaverðs. Afskriftir muni enda koma hreyfingu á markaðinn. Þá telur hann skattaívilnanir til handa lántökum sem fóru illa út úr verðbólguskotinu misserin eftir efnahagshrunið ekki munu hafa áhrif strax.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert