„Ég stend hér fyrir hönd álfanna“

„Ég er í þess­ari bar­áttu fyr­ir hönd álf­anna, nátt­úru­ver­anna hérna,“ seg­ir Ragn­hild­ur Jóns­dótt­ir í sam­tali við mbl.is en hún hef­ur tekið virk­an þátt í mót­mæl­un­um gegn lagn­ingu nýs Álfta­nes­veg­ar frá því að fram­kvæmd­ir hóf­ust aft­ur á mánu­dag­inn fyr­ir viku. Mót­mæl­end­ur ætla að funda með Gunn­ari Ein­ars­syni, bæj­ar­stjóra Garðabæj­ar, í há­deg­inu í dag og ætl­ar Ragn­hild­ur að af­henda hon­um af því til­efni bréf þar sem áhyggj­um álfa á svæðinu af fram­kvæmd­un­um er komið á fram­færi.

„Ég hef aldrei staðið í mót­mæl­um áður og hélt aldrei að ég ætti eft­ir að mæta hérna á hverj­um morgni til þess að mót­mæla,“ seg­ir Ragn­hild­ur. Hins veg­ar hafi aðkoma henn­ar að mál­inu haf­ist í októ­ber fyr­ir ári þegar álf­ar hafi kallað hana út að álfa­kirkju í hraun­inu sem fer und­ir veg­inn að henn­ar sögn haldi fram­kvæmd­ir áfram. „Þeir kölluðu á mig þangað álfarn­ir og voru mjög áhyggju­full­ir. Það ómaði um hraunið að þetta mætti ekki skemma. Ég varð hrein­lega fyr­ir mikl­um áhrif­um frá þessu neyðarkalli frá þeim.“

Ragn­hild­ur seg­ir þetta vera megin­á­stæðu henn­ar fyr­ir því að taka þátt í mót­mæl­un­um en einnig hefðbundna nátt­úru­vernd. Þeir sem taki þátt í mót­mæl­un­um geri það hver á sín­um for­send­um og þetta sé henn­ar nálg­un á mál­inu. „Ég stend hér fyr­ir hönd álf­anna því þeir sjást ekki nógu vel.“ Hún seg­ist ekki hafa talað mikið um þetta enda gjarn­an hent gam­an að slíku. „En nú er mæl­ir­inn bara full­ur. Það er búið að hand­taka mig tvisvar vegna þessa máls og nú er mæl­ir­inn bara full­ur og langt um­fram það.“

Ragnhildur Jónsdóttir.
Ragn­hild­ur Jóns­dótt­ir. Morg­un­blaðið/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka