Gerendur eineltis þurfa líka hjálp

Enda þótt umræða um einelti hafi opnast á umliðnum árum …
Enda þótt umræða um einelti hafi opnast á umliðnum árum á fjöldi fólks ennþá um sárt að binda af þeim sökum, ekki síst grunnskólabörn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Börn sem leggja aðra í einelti eru ekki vond, en þau þurfa hjálp við að upp­ræta nei­kvæða hegðun. Sé það ekki gert get­ur hegðun þeirra haldið áfram fram á full­orðins­ár og haft nei­kvæð áhrif á líf þeirra.

Þetta seg­ir Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir, lektor við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, sem und­ir­býr nú doktors­rann­sókn á einelti frá sjón­ar­horni gerenda.

Áfram­hald­andi of­beld­is­hegðun 

„Þessi and­fé­lags­lega hegðun sem þeir sýna sem leggja einelti, sem er nátt­úru­lega oft hreint of­beldi, sú hegðun get­ur haldið áfram. Þótt hún geri það auðvitað alls ekki hjá öll­um, þá er fjöldi rann­sókna sem sýn­ir fram á nei­kvæðar af­leiðing­ar fyr­ir gerend­ur,“ seg­ir Vanda.

Þannig virðast gerend­ur í einelt­is­mál­um t.d. vera lík­legri til að feta braut áhættu­hegðunar með áfeng­is- og vímu­efna­neyslu sem og ann­ars kon­ar of­beld­is­hegðun eins og kyn­ferðis­legri áreitni eða of­beldi gegn mök­um og börn­um á full­orðins­ár­um.

„Við vilj­um stoppa gerend­urna, auðvitað fyrst og fremst þolend­anna vegna, en líka fyr­ir gerend­urna sjálfa áður en þetta leiðir til áfram­hald­andi vanda­mála,“ seg­ir Vanda.

Radd­ir gerend­anna fái að heyr­ast

Tak­markaðar rann­sókn­ir hafa hins veg­ar verið gerðar á gerend­um einelt­is og eng­ar, svo Vanda viti til, þar sem rætt er við gerend­urna sjálfa. „Mér finnst mjög mik­il­vægt að radd­ir þess­ara barna fái að heyr­ast,“ seg­ir Vanda.

Doktors­rann­sókn henn­ar verður tvíþætt. Meg­in­d­legi part­ur­inn verður úr­vinnsla úr spurn­inga­könn­un sem lögð verður fyr­ir nem­end­ur í 6., 8. og 10. bekk grunn­skóla í vet­ur, en var einnig lögð fyr­ir árin 2006 og 2010.

Könn­un­in er unn­in af sam­tök­un­um HBSC og lögð fyr­ir börn í 40 lönd­um en er gerð hér á landi af hálfu Rann­sókn­ar­set­urs for­varna við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri.

Auk þess hyggst Vanda ræða við börn og for­eldra barna sem hafa verið gerend­ur í einelti. Hún seg­ist m.a. vilja skoða það hvernig upp­lif­un for­eldra er af því að fá að heyra að barnið þeirra leggi í einelti.

Erfitt sím­tal fyr­ir for­eldr­ana

„Þetta er auðvitað erfitt sím­tal að fá. Hvernig hefðu for­eldr­ar viljað fá þetta sím­tal? Var eitt­hvað sem stuðaði þá? Hvað var gert næst? Hvernig var sam­starfið milli þeirra og hinna for­eldr­anna og skól­ans? Þetta er lyk­il­atriði í því hvernig á að leysa úr einelt­is­mál­um, en þessa þekk­ingu höf­um við ekki í dag,“ seg­ir Vanda.

Hún tek­ur fram að mik­ill ár­ang­ur hafi náðst í einelt­is­mál­um á Íslandi. „Marg­ir skóla­stjórn­end­ur og kenn­ar­ar eru virki­lega að leggja sig fram og vinna mjög gott starf við að koma í veg fyr­ir einelti og taka á því. Það breyt­ir því samt ekki að við þurf­um að ná tíðninni niður“

Vís­bend­ing­ar um einelt­istilb­urði í leik­skóla

Sjálf tel­ur hún mik­il­vægt að byrja for­varn­ar­starf með börn­um þegar í leik­skóla. 

„Rann­sókn­ir sýna, og það segja líka leik­skóla­kenn­ar­ar sem ég hef talað við, að það má koma auga á gerenda­hegðun strax í leik­skól­um. Sum börn byrja að sýna af sér of­beld­is­hneigð strax í leik­skóla og þess vegna vil ég byrja þar, en ekki bíða þar til þau verða 15 ára.“ 

Vanda hef­ur unnið mikið að einelt­is­mál­um í sín­um störf­um og má segja að það sé eins kon­ar köll­un hjá henni. 

„Ég heyrði þetta orð, einelti, fyrst árið 1989 og tók þá ákvörðun um það í fyrsta lagi að leggja aldrei í einelti og í öðru lagi að berj­ast á móti því. Þetta er svo skelfi­legt, og ég er alltaf að safna liði í einelt­is­bar­átt­unni. En einelti er mjög flókið mál og ekki til nein ein töfra­lausn, þess vegna held ég að auk­in þekk­ing geti bætt aðferðirn­ar og ég vona að þessi rann­sókn verði hluti af því.“

Vanda Sigurgeirsdóttir er lektor í tómstunda- og félagsmálafræðum við Háskóla …
Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir er lektor í tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræðum við Há­skóla Íslands. mbl.is
Vinna þarf markvisst að því að uppræta einelti.
Vinna þarf mark­visst að því að upp­ræta einelti. mbl.is/​Heiðar Kristjáns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka