Hættir við miðaldadómkirkju

Svona gæti aðkoman að Skálholti litið út ef dómkirkjan verður …
Svona gæti aðkoman að Skálholti litið út ef dómkirkjan verður reist.

Hópur áhugamanna um byggingu miðaldadómkirkju í Skálholti hefur tilkynnt kirkjuráði að hann vilji ekki halda verkefninu áfram í þeim farvegi sem það er innan kirkjunnar.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, sem er í forsvari fyrir hópinn, hefur það verið grundvallarforsenda í undirbúningi að verkið sé unnið í náinni samvinnu og sátt við þjóðkirkjuna og stjórn Skálholts.

„Kirkjuráð undir forystu biskups hefur leitt þetta samstarf, en nú er orðið ljóst að verkefnið er að valda illdeilum og flokkadráttum meðal stofnana þjóðkirkjunnar,“ segir Guðjón. „Við höfum því sent kirkjuráði erindi þess efnis að við teljum ekki rétt að halda samstarfinu áfram.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert