Handrukkun vegna sjö þúsund króna?

Atvikin áttu sér stað við Tækniskólann.
Atvikin áttu sér stað við Tækniskólann.

„Það var fyr­ir ein­hverju síðan að ég og vin­ir mín­ir keypt­um ólög­lega hluti af hon­um. Við ætluðum að leggja í púkk og átt­um að greiða eft­ir ein­hvern tíma. Svo hættu all­ir við að borga og þá var skuld­in öll sett á mig. Og ég ætlaði ekki að borga fyr­ir alla,“ sagði fórn­ar­lamb meintr­ar hand­rukk­un­ar í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag.

Meint­ir árás­ar­menn gáfu einnig skýrslu fyr­ir dóm­in­um í dag en þeim er gefið að sök að hafa veist að mann­in­um við Tækni­skól­ann í Reykja­vík. Ástæðan var um­rædd skuld. Mönn­um bar þó ekki sam­an um upp­hæð henn­ar. „Um morg­un­inn var ég í rækt­inni með [...] og það barst í tal að ég ætti ekki pen­ing, að þessi [...] hefði fengið hjá [...] fimm­tíu þúsund krón­ur fyr­ir löngu og að ég væri bú­inn að gera ít­rekaðar til­raun­ir til að fá hann aft­ur. Ég var bú­inn að heyra að hann væri í Tækni­skól­an­um,“ sagði ann­ar þeirra sem ákærður er fyr­ir árás­ina. Fórn­ar­lambið svaraði því hins veg­ar til að skuld­in hefði hljóðað upp á sjö þúsund krón­ur.

Þá bar framb­urði ákærðu og fórn­ar­lambs­ins um at­vik máls við Tækni­skól­ann alls ekki sam­an. „Ég tók [...] með mér til að koma í veg fyr­ir vesen. [...] fer inn að ná í hann og þegar hann er að leiða hann út kem ég að. Þá tryll­ist hann, öskr­ar á okk­ur, kýl­ir mig og hleyp­ur aft­ur inn í skól­ann,“ sagði sá sem skuld­ina átti.

Fórn­ar­lambið lýsti því hins veg­ar að um­rædd­ur fé­lagi hefði kynnt sig sem lög­reglu­mann og dregið upp hníf. „Þeir otuðu hnífn­um að mér og gripu mig. Þá brut­ust út átök og [...] kom aft­an að mér og veitti mér fast högg aft­an á höfuðið. Það kom eng­inn að hjálpa mér en ég náði að losna og hljóp í burtu. Ég skildi eft­ir bak­pok­ann minn og úlpu.“

Maður­inn sem sagður er hafa kynnt sig sem lög­reglu­mann sagði það alrangt og hafnaði því al­farið að hafa verið með hníf. „Ég spurði bara hvort hann vildi koma með mér. Ef hann hefði sagt nei þá hefði hann mátt það. Það voru eng­ar ógn­an­ir og ég passaði mig á að vera kurt­eis. [...] Þegar við kom­um fyr­ir hornið og [...] fer að spyrja hann út í pen­ing­inn fer hann að öskra og það end­ar með að hann ríf­ur sig úr jakk­an­um og hleyp­ur burtu.“

Sá sem skuld­ina átti tók úlp­una og bak­pok­ann en í hon­um voru meðal ann­ars sími og tölvu­búnaður. Verj­andi hans spurði hvort mun­irn­ir hefðu skilað sér aft­ur til fórn­ar­lambs­ins og játti hann því. Spurði sak­sókn­ari þá hvort maður­inn hafi skilað þeim sjálf­ur. „Nei, lög­regl­an kom,“ svaraði hann.

Ann­ar þeirra sem ákærður er fyr­ir hand­rukk­un­ina er einnig ákærður fyr­ir að hafa framið vopnað rán í mat­vöru­versl­un og fyr­ir að reyna að ræna skart­gripa­versl­un. Sá þátt­ur máls­ins var einnig tek­inn fyr­ir í héraðsdómi í dag og var greint frá hon­um á mbl.is fyrr í dag.

Frétt mbl.is: Reyndu rán með röra­sprengju

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka