Skemmdarverk á vinnuvélum

Frá vettvangi við lagningu nýs Álftanesvegar í síðustu viku.
Frá vettvangi við lagningu nýs Álftanesvegar í síðustu viku. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Verktakinn sem vinnur að lagningu nýs Álftanesvegar hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um klukkan átta í morgun vegna skemmdarverka á vinnuvélum sem notaðar hafa verið við framkvæmdirnar. Eins og mbl.is greindi frá fyrr í morgun virðist hafa verið settur sandur í eldsneytistankana en eldsneytislok á fimm tækjum höfðu verið brotin upp.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru sérfræðingar að störfum við að yfirfara tækin. Þess má geta að Ragnhildur Jónsdóttir hjá Hraunavinum, sem hafa verið í fararbroddi fyrir mótmælin gegn vegaframkvæmdunum, sagði í samtali við mbl.is í morgun að verkstjóri á svæðinu hefði tilkynnt þeim um skemmdarverkin en samtökin hefðu ekki staðið fyrir þeim. Framkvæmdir liggja niðri við veginn af þessum sökum.

Skemmdarverkin hafa væntanlega verið unnin á vinnuvélunum um helgina. Ekkert liggur fyrir um það hverjir kunni að hafa verið að verki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert