Veggjakrot eykst í borginni

Undirgöngin við Miklubraut hafa orðið veggjakroturum að bráð eins og …
Undirgöngin við Miklubraut hafa orðið veggjakroturum að bráð eins og mynd sem tekin var í gær sýnir. mbl.is/Golli

„Veggjakrot hef­ur auk­ist mikið að und­an­förnu í flest­um hverf­um borg­ar­inn­ar,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, en borg­ar­full­trú­ar flokks­ins lögðu fram til­lögu á fundi borg­ar­ráðs þann 17. októ­ber um að aðgerðir gegn veggjakroti yrðu hert­ar.

„Á síðasta kjör­tíma­bili fór fram mikið átak sem náði há­marki 2008 og mik­ill ár­ang­ur vannst í bar­átt­unni gegn veggjakroti. Í kjöl­far efna­hagskrepp­unn­ar var þarna skorið niður og nú duga fram­lög­in rétt fyr­ir lág­marks­hreins­un,“ seg­ir Kjart­an.

Árið 2012 var um 24 millj­ón­um króna varið í hreins­un á veggjakroti en til sam­an­b­urðar má geta þess að árið 2008 nam upp­hæðin um 156 millj­ón­um króna, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka