Voru íslenskir stjórnmálamenn hleraðir?

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Árni Sæberg

Ögmund­ur Jónas­son, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráðherra, ætl­ar að ganga á eft­ir því að banda­rísk yf­ir­völd svari því hvort ís­lensk­ir stjórn­mála­menn hafi verið hleraðir á und­an­förn­um árum og ef svo er, hverj­ir og af hvaða til­efni. Þetta skrif­ar Ögmund­ur á bloggsíðu sinni.

Ögmund­ur rifjar upp að upp­lýs­ing­arn­ar um að Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, hafi verið hleruð, komi frá lýðræðis­upp­ljóstr­ar­an­um Edw­ard Snowd­en. Sömu­leiðis upp­lýs­ing­ar um njósn­ir Banda­ríkja­manna á öðrum þjóðarleiðtog­um og tugþúsund­um, ef ekki hundruð þúsunda annarra. „Enn á þessi mynd eft­ir að skýr­ast nán­ar,“ skrif­ar Ögmund­ur. 

„Eng­inn vé­feng­ir að þess­ar njósn­ir hafi átt sér stað. Ekki held­ur Banda­ríkja­stjórn. Í Evr­ópu er nú unnið að því að koma á fót sér­stök­um starfs­hópi sér­fræðinga til að fjalla um upp­lýs­ing­ar Edw­ards Snowd­en um njósn­ir banda­rískra yf­ir­valda. Reiði manna fer vax­andi. Í Banda­ríkj­un­um er einnig rís­andi alda mót­mæla. Miðað við aðstæður hljóta mót­mæli þjóðarleiðtoga þó enn sem komið er að telj­ast linku­leg,“ skrif­ar Ögmund­ur.

Ögmund­ur seg­ir að upp­lýst hafi verið í frétt­um að  ut­an­rík­is­ráðuneytið ís­lenska hafi ít­rekað lýst and­stöðu og áhyggj­um af til­efni þess­ara frétta. 

„En hef­ur þess verið kraf­ist að banda­rísk yf­ir­völd svari því form­lega hvort ís­lensk­ir stjórn­mála­menn hafi verið hleraðir á und­an­förn­um árum og ef svo hafi  verið,  þá hverj­ir og af hvaða til­efni?

Þetta þarf að upp­lýsa og mun ég ganga eft­ir því að þess­ar spurn­ing­ar verði born­ar upp við banda­rísk stjórn­völd og síðan að svör­in verði birt op­in­ber­lega,“ skrif­ar Ögmund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert