Álögur hafa hækkað um 440 þúsund

Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meðal­fjöl­skylda í Reykja­vík mun á næsta ári greiða rúm­lega 440 þúsund krón­um meira í skatta og gjöld til Reykja­vík­ur­borg­ar en hún gerði í upp­hafi yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bils. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Sjálf­stæðis­flokkn­um, en fyrri umræða um frum­varp að fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar fór fram í dag.

„Meiri­hluti Besta flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur þannig reynst fjöl­skyld­um í Reykja­vík dýr­keypt­ur. Allt kjör­tíma­bilið hef­ur borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn seilst í vasa borg­ar­búa í stað þess að hagræða í rekstri eins og fjöl­skyld­ur og fyr­ir­tæki hafa orðið að gera. Frá því að meiri­hluti Besta flokks og Sam­fylk­ing­ar tók við árið 2010 hafa skatt­tekj­ur hækkað veru­lega eða um 26%. Þær voru tæp­ir 50 millj­arðar árið 2010 en eru áætlaðar 63 millj­arðar á næsta ári sam­kvæmt áætl­un­inni.

Flókið og þungt borg­ar­kerfi eft­ir fjöl­marg­ar skipu­lags­breyt­ing­ar er það sem stend­ur upp úr þegar litið er yfir verk meiri­hluta Besta flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Lítið hef­ur verið hagrætt, þvert á móti eykst kostnaður víða. Meiri­hlut­inn hef­ur fundið upp á mörg­um nýj­um verk­efn­um og hlaðið utan á kerfið þannig að það vex ár frá ári og kostnaður eykst,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Sjálf­stæðis­flokkn­um.

Skuld­ir rúm­lega tvö­fald­ast

„Skulda­byrði borg­ar­sjóðs hef­ur auk­ist mikið und­ir stjórn nú­ver­andi meiri­hluta eða um 115%. Frá ár­inu 2010 hafa hrein­ar skuld­ir borg­ar­sjóðs vegna A-hluta hækkað um 26 millj­arða króna eða úr 23 í 49 millj­arða. Aukn­ing­in nem­ur 6,5 millj­örðum króna á ári frá ár­inu 2010, sem jafn­gild­ir því að allt kjör­tíma­bilið hafi skuld­ir auk­ist um 750 þúsund kr. á klukku­stund. Niðurstaðan er áfell­is­dóm­ur yfir fjár­mála­stjórn meiri­hlut­ans í borg­ar­stjórn.

Fjár­hags­áætlan­ir meiri­hlut­ans stand­ast ekki Reykja­vík­ur­borg hef­ur verið rek­in með tapi und­ir stjórn Sam­fylk­ing­ar og Besta flokks­ins þrátt fyr­ir að í fjár­hags­áætl­un­um meiri­hlut­ans hafi verið lagt upp með há­leit mark­mið um rekstr­araf­gang. Á síðasta kjör­tíma­bili skilaði rekst­ur Reykja­vík­ur­borg­ar hins veg­ar af­gangi und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins þrátt fyr­ir mikla erfiðleika í efna­hags­lífi.

Til að breiða yfir lé­lega fjár­mála­stjórn, leit­ast borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn við að fegra niður­stöður rekstr­ar­ins með til­færsl­um á rekstr­arein­ing­um. Til dæm­is ætl­ar meiri­hlut­inn nú að færa eign­ir og rekst­ur Bíla­stæðasjóðs úr B-hluta yfir í A-hluta, að því er virðist ein­göngu í því skyni að fegra stöðu borg­ar­sjóðs og gera sam­an­b­urð á fjár­mál­um borg­ar­inn­ar á milli ára erfiðari en ella,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Kosn­ing­ar í nánd

„Fjár­hags­áætl­un ber með sér að kosn­ing­ar eru í nánd. Ekki er tek­ist á við rekst­ur­inn og ekki er brugðist við 2ja millj­arða tapi á borg­ar­sjóði fyrstu sex mánuði árs­ins. Það er í sam­ræmi við rekst­ur­inn allt þetta kjör­tíma­bil. Borg­ar­sjóður hef­ur verið rek­inn með tapi öll árin sem þessi meiri­hluti hef­ur stýrt rekstr­in­um. Við það bæt­ist að hrein­ar skuld­ir borg­ar­sjóðs hafa auk­ist á þessu kjör­tíma­bili um 115%. Hrein­ar skuld­ir hafa auk­ist um 26 millj­arða og vænt­an­lega eru þetta frek­ar óþægi­leg­ar niður­stöður vegna þess að það á að fegra fjár­hags­áætl­un­ina með til­færsl­um í bók­haldi,“ seg­ir Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka