Braska með miða á netinu

Henson lét útbúa þessa treyju fyrir landsleik Íslands og Króatíu …
Henson lét útbúa þessa treyju fyrir landsleik Íslands og Króatíu sem fer fram á Laugardalsvelli 15. nóvember nk. mbl.is/Ómar

Stuðnings­menn ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu er mis­kát­ir þessa stund­ina, en líkt og fram hef­ur komið hófst miðasala á lands­leik Íslands og Króa­tíu kl. fjög­ur í nótt. Á tæp­um fjór­um tím­um seld­ust all­ir miðarn­ir upp. Dæmi eru um að menn séu farn­ir að braska með miða á net­inu. Einn býður t.a.m. 10 miða á leik­inn til sölu á bland.is.

Marg­ir hafa lýst yfir óánægju sinni með þá ákvörðun Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands að hefja miðasölu um miðja nótt, enda framund­an einn stærsti leik­ur í sögu ís­lenskr­ar knatt­spyrnu.

Þórir Há­kon­ar­son, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, seg­ir að það hafi fyrst og fremst verið kerf­is­leg­ar ástæður fyr­ir því að miðasal­an hófst í nótt. KSÍ hafði aðeins gefið út að miðarn­ir færu í sölu í dag en vildi ekki leggja fram ná­kvæma tíma­setn­ingu.

Á markaðstorg­inu bland.is má sjá að fólk er bæði farið að aug­lýsa eft­ir miðum til að kaupa og þá eru miðar til sölu. Einn aðili hef­ur greini­lega verið iðinn við kol­ann í nótt og býður hann nú 10 miða til sölu. Ekki fylg­ir sög­unni hvað hann vilji fá fyr­ir stykkið. 

Heyrst hef­ur af mönn­um sem eru að bjóða staka miða til sölu á 10 til 25 þúsund kr., bæði á Bland og á Face­book

Á Face­book er jafn­framt búið að búa til hóp­inn Við erum á móti spill­ingu KSÍ í miðasölu fyr­ir Króa­tíu­leik­inn“

Á markaðstorginu bland.is eru margir áhugasamir um landsleikinn.
Á markaðstorg­inu bland.is eru marg­ir áhuga­sam­ir um lands­leik­inn.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert