Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nú staddur í Noregi og gegnir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, embætti forsætisráðherra á meðan.
Á morgun mun Bjarni Benediktsson einnig halda utan og þá mun Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, gegna embætti forsætisráðherra þar til Sigmundur snýr aftur heim á morgun. Hún mun því einungis gegna embættinu í nokkrar klukkustundir.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er einnig staddur erlendis þessa dagana en í fjarveru hans fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar með vald forseta Íslands samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar.