Reykjavíkurborg ætlar að hækka gjald fyrir mat í grunn- og leikskólum á næsta ári um 9,5%. Þá verður gjaldskrá leikskóla hækkuð um 5,7%.
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar kemur fram að verð máltíðar í grunnskólum verði hækkað og fari úr 330 kr. í 380 kr. á dag. Um er að ræða u.þ.b. 1.000 kr. hækkun á mánuði. „Með þessu er leitast við að bæta gæði matar í grunnskólum í samræmi við manneldismarkmið og til að mæta verðlagshækkunum hráefnis síðustu árin.“
Verð á mat í leikskólum mun einnig hækka um 9,5% og fara úr 335 kr. í 386 kr. á dag. Þetta er u.þ.b. 1.000 kr. hækkun á mánuði. Áfram verður þó sú regla að fjölskyldur greiða aldrei meira en fyrir tvö börn í skólamat grunnskóla.