Segjast ekki treysta bönkum en halda tryggð við þá

Þegar stóru bankarnir féllu haustið 2008 féll traust til þeirra …
Þegar stóru bankarnir féllu haustið 2008 féll traust til þeirra líka. Samsett mynd/Eggert

Íslendingar hafa haldið tryggð við viðskiptabankann sinn þrátt fyrir að traust almennings til banka hafi fallið verulega eftir hrun.

Hlutfall þeirra sem skipta um banka er innan allra eðlilegra marka að mati dr. Þórhalls Guðlaugssonar, dósents í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.

Þórhallur og Sandra María Sævarsdóttir, meistaranemi og starfsmaður Arion banka, kynntu rannsókn sína á viðhorfi almennings til banka á ráðstefnu félagsvísindasviðs Háskóla Íslands sl. föstudag sem nefnist Þjóðarspegill, en fjallað er um rannsóknina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert