Ísland er í 13. sæti yfir þau lönd í heiminum þar sem ríkir mest velmegun. Noregur er í fyrsta sæti, fimmta árið í röð. Hin Norðurlöndunum eru öll fyrir ofan Ísland á listanum.
Ísland var í 15. sæti á þessum lista árið 2012, en var árin þar á undan í 12. sæti.
Við röðun á listann er lagt mat á stöðu efnahagsmála, frumkvöðlastarfsemi og tækifæri, stjórnarfar, menntun, heilbirgði, öryggi, frelsi og félagsauð.
Það sem dregur Ísland niður á listanum er staða efnahagsmála. Þar er Ísland í 41. sæti. Staðan hefur þó heldur skánað frá árinu 2012 en þá vorum við í 61. sæti í efnahagamálum.
Ísland er í 7. sæti þegar lagt er mat á frumkvöðlastarfsemi og tækifæri, í 18. sæti yfir stjórnarfar, í 13. sæti í mennta- og heilbrigðismálum, 2. sæti í öryggi, 6. sæti í frelsi og 11. sæti í félagsauð.
Næst á eftir Noregi á listanum koma Kanada, Svíþjóð, Nýja Sjáland, Danmörk, Ástralía, Finnland, Holland og Lúxemborg.