Allt að 40 metrar á sekúndu

Fjúkandi fossar undir Eyjafjöllum
Fjúkandi fossar undir Eyjafjöllum mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Bál­hvasst er und­ir Eyja­fjöll­um og sam­kvæmt sjálf­virk­um mæl­um Vega­gerðar­inn­ar hef­ur vind­ur­inn farið í 39 metra á sek­úndu í verstu hviðunum. Veður­stof­an var­ar við stormi víða á land­inu en bú­ast má við vind­hviðum, allt að 40 m/​s við fjöll sunn­an- og suðaust­an­til á land­inu fram eft­ir degi.

Bú­ist er við aust­an stormi (meðal­vind­hraða yfir 20 m/​s) á Suður­landi, Suðaust­ur­landi og Miðhá­lend­inu fram eft­ir degi. Bú­ist er við stormi á Vest­fjörðum og Aust­fjörðum síðdeg­is

Vega­gerðin varaði í gær­kvöldi við því að von væri á hríð og slæmu skyggni á Hell­is­heiði og Þrengsl­um und­ir morg­un og sam­kvæmt korti á vef Vega­gerðar­inn­ar er nú skafrenn­ing­ur þar. Lög­regl­an á Sel­fossi hafði ekki fengið nein­ar upp­lýs­ing­ar um óhöpp á þess­ari leið en von er á nýj­um upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni um færð á land­inu upp úr klukk­an sjö.

Veður­spá næsta sól­ar­hring:

Aust­an 15-25 m/​s, hvass­ast syðst. Rign­ing eða slydda S-til á land­inu, en snjó­koma N-til þegar líður á dag­inn. Dreg­ur úr vindi og úr­komu syðst seint í dag, en geng­ur þá í storm á Vest­fjörðum og Aust­fjörðum. Hiti 1 til 6 stig S-lands, en frost 0 til 5 stig fyr­ir norðan.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert