Lögreglumenn geta átt von á ýmsu í starfi sínu eins og glögglega kom í ljós við húsleit í Hafnarfirði. Þar fannst eðla, en skriðdýrið var tekið í vörslu lögreglu og í framhaldinu voru gerðar „viðeigandi ráðstafanir,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.
Lögreglan leggur annað slagið hald á eðlur, en þessi sem fannst í Hafnarfirði var grænkemba/græneðla.