Gjörbreytt staða í Reykjavík

Styrmir Gunnarsson
Styrmir Gunnarsson Ragnar Axelsson

„Meini Jón Gn­arr það sem hann seg­ir hef­ur hann með einu út­varps­viðtali gjör­breytt stjórn­málaviðhorf­um í Reykja­vík,“ seg­ir Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins. Hann tel­ur að með samruna Besta flokks­ins og Bjartr­ar framtíðar styrk­ist vígstaða Sjálf­stæðis­flokks­ins en Sam­fylk­ing­ar veikist.

Styrm­ir skrif­ar um tíðindi dags­ins á Evr­ópu­vakt­ina. Hann seg­ir að ef taka beri yf­ir­lýs­ing­ar Jóns Gn­arr borg­ar­stjóra al­var­lega sé ljóst að yf­ir­lýs­ing hans, um að hann gefi ekki kost á sér á ný til borg­ar­stjórn­ar og að Besti flokk­ur­inn renni sam­an við Bjarta Framtíð, muni gjör­breyta stöðu mála í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um næsta vor.

„Í fyrsta lagi er ljóst að Jón Gn­arr nær til fólks á ann­an veg en nokk­ur ann­ar í Bezta flokkn­um ger­ir eða hef­ur gert. Og jafn­framt að aðrir flokk­ar hafa ekki boðið upp á fram­bjóðanda, sem hef­ur náð eða nær til fólks með sama hætti.

Í öðru lagi fer ekki á milli mála að um leið og Bezti flokk­ur­inn renn­ur sam­an við Bjarta framtíð er orðinn til al­var­leg­ur keppi­naut­ur við Sam­fylk­ingu á miðju-vinstri kanti stjórn­mál­anna, sem get­ur orðið henni skeinu­hætt­ur,“ seg­ir Styrm­ir.

Jón Gnarr
Jón Gn­arr Eva Björk Ægis­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka