Gjörbreytt staða í Reykjavík

Styrmir Gunnarsson
Styrmir Gunnarsson Ragnar Axelsson

„Meini Jón Gnarr það sem hann segir hefur hann með einu útvarpsviðtali gjörbreytt stjórnmálaviðhorfum í Reykjavík,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann telur að með samruna Besta flokksins og Bjartrar framtíðar styrkist vígstaða Sjálfstæðisflokksins en Samfylkingar veikist.

Styrmir skrifar um tíðindi dagsins á Evrópuvaktina. Hann segir að ef taka beri yfirlýsingar Jóns Gnarr borgarstjóra alvarlega sé ljóst að yfirlýsing hans, um að hann gefi ekki kost á sér á ný til borgarstjórnar og að Besti flokkurinn renni saman við Bjarta Framtíð, muni gjörbreyta stöðu mála í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.

„Í fyrsta lagi er ljóst að Jón Gnarr nær til fólks á annan veg en nokkur annar í Bezta flokknum gerir eða hefur gert. Og jafnframt að aðrir flokkar hafa ekki boðið upp á frambjóðanda, sem hefur náð eða nær til fólks með sama hætti.

Í öðru lagi fer ekki á milli mála að um leið og Bezti flokkurinn rennur saman við Bjarta framtíð er orðinn til alvarlegur keppinautur við Samfylkingu á miðju-vinstri kanti stjórnmálanna, sem getur orðið henni skeinuhættur,“ segir Styrmir.

Jón Gnarr
Jón Gnarr Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka