Herjólfur siglir ekki

Herjólfur
Herjólfur Morgunblaðið/Eggert

Fyrsta ferð Herjólfs fellur niður vegna mikils vinds í Vestmannaeyjum en það eru 25 metrar á sekúndu á Stórhöfða. Einnig er ófært til Landeyjahafnar þar sem ölduhæð er nú 3,3 metrar.

Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip er næsta athugun klukkan 10.

Ef ekki mun verða hægt að sigla til Landeyjahafnar í dag mun verða siglt til Þorlákshafnar síðar í daga ef aðstæður leyfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert