Jón Gnarr hættir í vor

Borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík, Jón Gn­arr, ætl­ar ekki að  bjóða sig fram fyr­ir Besta flokk­inn í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Hann skipaði fyrsta sætið á lista Besta flokks­ins í Reykja­vík í kosn­ing­un­um árið 2010 og hef­ur gegnt embætti borg­ar­stjóra frá þeim tíma.

Besti flokk­ur­inn fékk 6 borg­ar­full­trúa kjörna í kosn­ing­un­um 2010. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fékk 5 borg­ar­full­trúa, Sam­fylk­ing­in 3 og Vinstri græn­ir 1. Sam­kvæmt ný­legri skoðana­könn­un  mun Besti flokk­ur­inn bæta við sig fylgi í kom­andi kosn­ing­um.

Tví­höfði sam­an á ný

Jón Gn­arr greindi frá þess­ari ákvörðun sinni í þætt­in­um Tví­höfða á Rás 2 í morg­un. Tví­höfði, þeir Jón Gn­arr og Sig­ur­jón Kjart­ans­son, kom sam­an í dag til að vekja at­hygli á átaki Krabba­meins­fé­lags­ins, Bleiku slauf­unni.

Tími leiðtog­ans er liðinn sagði Jón Gn­arr í þætt­in­um og vísaði þar til hljóm­sveit­ar­inn­ar Stranglers. Þegar hann til­kynnti ákvörðun sína sagði hann að hans tími væri liðinn í póli­tík. Hann sagðist kunna illa við lé­leg sam­skipti í póli­tík­inni og það sé mjög lítið um upp­byggi­leg sam­töl í stjórn­mál­un­um og hon­um líki ekki við þann kúltúr sem er í stjórn­mál­un­um. Hann langi meira að gera eitt­hvað þar sem meiri gleði rík­ir. Hann hafi því ákveðið að bjóða sig ekki fram og fara að leita að gleðinni.

Jón Gn­arr líkti þessu við því að vera í les­hring þar sem ekk­ert annað er rætt en staf­setn­ing­in. Ekk­ert rætt um sög­una sjálfa.

Jón Gn­arr var ekk­ert að flýta sér við að til­kynna um ákvörðun sína held­ur buðu þeir hlust­end­um upp á umræðu um niður­hal og fjöl­mörg lög með hljóm­sveit­inni Crass en þeir til­kynntu í upp­hafi þátt­ar um að þeir myndu ein­ung­is spila Crass í þætt­in­um. Eins bauð Jón Gn­arr þeim Sig­ur­jóni og Dodda tækni­manni ít­rekað upp á apó­tek­aralakk­rís í þætt­in­um.

Besti flokk­ur­inn renn­ur inn í Bjarta framtíð

Jón Gn­arr sagði í þætt­in­um að það hafi verið hans mark­mið í líf­inu að gleðja fólk. Það hafi meðal ann­ars verið það sem hann hafi gert í Tví­höfðaþátt­un­um. Um leið að fræða fólk. Hann hafi reynt í starfi sínu sem borg­ar­stjóri að gleðja fólk. Besti flokk­ur­inn njóti nú stuðnings 37% kjós­enda og sé þar með stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík.

Und­an­farna mánuði hafi hann velt því fyr­ir sér hvað hann ætti að gera í kom­andi kosn­ing­um. Jón Gn­arr seg­ir að það sé mikið um leynd­ar­mál í stjórn­mál­um og hann eigi ekki auðvelt með slíkt. Hon­um hafi fund­ist vont að hafa haldið því leyndu und­an­far­inn mánuð hvað hann ætli sér að gera.

Jón Gn­arr seg­ir að Besti flokk­ur­inn sé ekk­ert án hans og því hafi sú ákvörðun verið tek­in að renna Besta flokkn­um sam­an við Bjarta framtíð og fólkið í Besta flokkn­um muni bjóða fram und­ir merkj­um Bjartr­ar framtíðar í vor. Hann ætli sér að fara og leita að gleðinni.

Að sögn Jóns mun hann gegna starfi borg­ar­stjóra fram yfir kosn­ing­ar í vor.

Björt framtíð í Reykja­vík held­ur stofn­fund sinn í dag klukk­an 13 og þar verður farið yfir fram­boð flokks­ins til borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga á kom­andi vori.

Hug­mynd­in varð til í Tví­höfða

Að sögn Jóns Gn­arr kviknaði hug­mynd­in að póli­tísku fram­boði hans nokkru áður í þætt­in­um Tví­höfði á Kan­an­um. Þeir Sig­ur­jón ræddu póli­tík­ina í þætt­in­um í kring­um ára­mót­in 2009 að sögn Jóns og talaði um að þeir hafi aldrei fengið að vera með þátt í Sjón­varp­inu. Sig­ur­jón leiðrétti þetta og minnti Jón á að þeir hafi fyrst komið fram í út­varpi og sjón­varpi hjá RÚV.

Jón Gn­arr sagði að ástæðan fyr­ir því að þeir fengu ekki þátt á RÚV þá að þar sé póli­tík­in við völd. Þegar sjálf­stæðis­menn eru við völd þá fái þeir þátt og vinstri menn fái þátt þegar vinstri menn eru við völd. Sagðist Jón hafa komið með þá góðu hug­mynd að þeir myndu stofna stjórn­mála­flokk. Hann yrði mennta­málaráðherra og myndi síðan skipa Sig­ur­jón út­varps­stjóra. Þeir yrðu síðan sakaðir um spill­ingu og segja af sér í kjöl­farið. Þetta hafi verið fyrsta hug­mynd­in að Besta flokkn­um.

 Að sögn Jóns ólst hann upp á póli­tísku heim­ili þar sem stjórn­mál voru mikið rædd en hon­um hafi sjálf­um leiðst póli­tík. Hann hafi orðið an­arkisti þrett­án ára gam­all. An­arkism­inn hafi mótað ævi hans og meðal ann­ars upp­eldi barna hans. Það hafi til að mynda verið an­arkism­inn sem leiddi hann inn í trú­mál­in. Hann hafi gert heiðarlega til­raun til þess að verða trúaður en án ár­ang­urs.

Hann seg­ir það ein­staka reynslu sem hann hafi fengið í starfi sínu sem borg­ar­stjóri und­an­far­in þrjú og hálft ár.

Sig­ur­jón og Jón Gn­arr fóru yfir umræðuna um niður­hal þá þætti sem þeir hafa horft á und­an­farið á Net­flix, má þar nefna Orange is the New Black. Sig­ur­jón var lítið hrif­inn af þætt­in­um en Jón Gn­arr var mun hrifn­ari.

Að sjálf­sögðu ræddu þeir Star Wars og út­gáfu á þeim mynd­um. Jón Gn­arr seg­ist hafa greitt miklu meira fyr­ir Star Wars held­ur en hann hefði þurft að gera því fyrst hafi hann keypt VHS spól­ur sem ekki er hægt að nota þegar hann verður gam­all.

Dag­ur er Paul og Jón Gn­arr er John

Jón Gn­arr varaði hlust­end­ur þátt­ar­ins við því að þeir gætu tal­ist fórn­ar­lömb póli­tísks áróðurs þar sem hann myndi kynna ákvörðun sína í þætt­in­um en hann sagðist sjálf­ur vera illa þokkaður af fjöl­miðlum lands­ins sem væri öll­um í nöp við sig.

Þegar Sig­ur­jón spurði Jón Gn­arr um hvort væri betra, góður morg­unn í ráðhús­inu eða góður morg­unn í Tví­höfða sagði hann að ekki væri hægt að bera þetta tvennt sam­an enda ólík­ir. Hann seg­ist ekki sakna síns fyrra lífs og það sé synd að segja að það sé auðvelt að leika í þátt­um.

Hann sagðist sinna starfi sínu vel en gleymi sér stund­um þar sem hann er með at­hygl­is­brest og bauð Sig­ur­jóni við það upp á apó­tek­aralakk­rís. Hann mæti á alla fundi og sinni því á sinn hátt. Að sögn Jóns Gn­arr er starf borg­ar­stjóra sam­vinnu­verk­efni og nefndi hann þar Dag B. Eggerts­son og Ein­ar Örn til sög­unn­ar.  Sagði hann að ef tek­in væri sam­lík­ing af Bítl­un­um þá væri Dag­ur Paul McCart­ney og hann sjálf­ur John Lennon.

Gló­andi lín­ur

„Hlust­end­ur“ fengu að ljá þætt­in­um rödd sína og voru menn sam­mála um að laga­valið hafi verið gott í þætt­in­um en ekki voru þeir sam­mála um störf Jóns Gn­arr í embætti borg­ar­stjóra. Tekið var fram að Jón Gn­arr hefði yf­ir­gefið hljóðverið á meðan hlust­end­ur fengju orðið.

„Eldri kona“ sagði að hann ætti að skamm­ast sín: „Jón Gunn­ar Krist­ins­son segðu af þér og skamm­astu þín“, á meðan ann­ar talaði um að Jón Gn­arr hafi staðið sig vel þó svo hann hafi ekki kosið Besta flokk­inn á sín­um tíma. Þess­um manni varð tíðrætt um stuðnings Jóns Gn­arr við „kyn­vill­inga“ og að hann hefði sjálf­ur unnið með kyn­vill­ingi á  næt­ur­vökt­um í gamla daga. Maður­inn sagði að hann hefði hins veg­ar aldrei haft hug­rekki til að standa með kyn­vill­ingn­um sem hafi reykt óheyri­lega mikið. Því hann óttaðist að vera tal­inn kyn­vill­ing­ur sjálf­ur. Hann gat hins veg­ar upp­lýst Tví­höfða um að maður­inn væri hætt­ur að reykja en hann sjálf­ur „hlust­and­inn“ hafi ekki enn þorað að lýsa yfir stuðningi við hann.

Sig­ur­jón spurði „hlust­and­ann“ að því hvernig Jón hefði stutt þenn­an hóp? Sá svaraði því til að hann hafi klætt sig upp á og eins hafi hann sagt að Jesú væri kyn­vill­ing­ur.

Einn hlust­andi hringdi til þess að kvarta und­an fólki sem hring­ir inn í út­varpsþætti og velti því fyr­ir sér hvort fólk hefði ekk­ert annað að gera en að hringja inn í út­varpsþætti.

Jón Gn­arr upp­lýsti hlust­end­ur um að hann yrði í prins­essu­viðtali í Kast­ljósi í kvöld en þeir Sig­ur­jón fylgd­ust með um­fjöll­un annarra fjöl­miðla í út­send­ing­unni og kvörtuðu meðal ann­ars yfir því að mbl.is væri ekki að fjalla um þátt­inn þeirra líkt og aðrir fjöl­miðlar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert