Kvartar undan verkefnaleysi á Alþingi

Katrín jakobsdóttir og Árni Páll Árnason stinga saman nefjum á …
Katrín jakobsdóttir og Árni Páll Árnason stinga saman nefjum á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reglulegt fundarfall er nú í nefndum Alþingis vegna verkefnaleysis. Þetta segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar á Facebook. Hann spyr hvort það sé ekkert sem menn langi til að gera, nú þegar þeir fá að fara með landsstjórnina.

Árni Páll bendir á að ríkisstjórnin hafi engin mál lagt fram nema fjárlagafrumvarp og skattafrumvörp. Þingmannamál fylli dagskrá þingsins og svo innleiðingar á EES-tilskipunum. 

„Ég vakti áðan máls á þessu og spurði þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins hvað væri til ráða gagnvart verkleysi ríkisstjórnarinnar,“ segir Árni Páll á Facebook. Formaður þingflokks Sjálfstæðismanna er Ragnheiður Ríkharðsdóttir og að sögn Árna Páls svarði hún „skýrt og skorinort“ að bragði:

„Ég deili áhyggjum af málafæð ríkisstjórnarinnar.“

Árni Páll segir eitt að hafa ekki döngun í sér til að efna öll kosningaloforðin, „en hafa menn ekkert sem þá langar a gera þegar þeir fá að fara með landsstjórnina?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert