Sjálfstæðisflokkurinn með 28,6% fylgi

Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er um 42%.
Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er um 42%. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bæt­ir við sig fylgi á sama tíma og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn dal­ar. Þetta kem­ur fram í könn­un MMR á fylgi stjórn­mála­flokka og stuðning við rík­is­stjórn­ina á tíma­bil­inu 25. til 29. októ­ber 2013.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæld­ist nú 28,6%, borið sam­an við 26,5% í síðustu mæl­ingu. Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæld­ist nú 15,5%, borið sam­an við 17,3% í síðustu mæl­ingu. Vinstri-græn mæld­ust nú með 14,8% fylgi, borið sam­an við 12,6% í síðustu mæl­ingu. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæld­ist nú 13,2%, borið sam­an við 15,4% í síðustu mæl­ingu. Björt framtíð mæld­ist nú með 12,1% fylgi, borið sam­an við 12,2% í síðustu mæl­ingu og Pírata­flokk­ur­inn mæld­ist nú með 8,4% fylgi, borið sam­an við 7,7% í síðustu mæl­ingu.

Hér má sjá hvernig fylgi flokk­anna hef­ur þró­ast, sam­kvæmt skoðana­könn­un­um MMR.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka