„Enda á ég Kerið og borga ekki krónu“

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Árni Sæberg

Skráðir „eig­end­ur“ nátt­úruperla vilja ekki al­menna skatt­lagn­ingu á ferðamenn. Þá fá þeir ekki með bein­um hætti hlut­deild í skatt­heimt­unni, skrif­ar Ögmund­ur Jónas­son, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráðherra í pistli á bloggsíðu sinni en þar fjall­ar hann um gjald­töku á ferðamanna­stöðum. Fyr­ir­sögn pist­ils­ins er „Við eig­um öll Geysi og líka Kerið“.

„Nátt­úrupass­ar væru að þeirra mati skárri en þó ekki eft­ir­sókn­ar­verðir, út frá hags­mun­um eig­in pyngju. Far­veg­ur­inn niður í hana er ein­fald­ari þegar rukkað er beint við hliðið.“

Ögmund­ur seg­ir að nú ótt­ist „eig­end­ur“ að pass­arn­ir kunni að koma. „Þess vegna segj­ast „eig­end­ur“ Geys­is-svæðis­ins ætla að drífa í því að rukka. Þeir hafna al­mennri skatt­heimtu og nátt­úrupöss­um og eru ófeimn­ir við að skýra sam­hengið.“

Ögmund­ur seg­ir að „Eig­end­ur“ Geys­is-svæðis­ins segi að rík­is­stjórn­in sé „hlut­laus" gagn­vart rukk­un við hlið. „Það þýddi að rík­is­stjórn­in gætti ekki al­manna­hags­muna. Með hlut­leysi sínu myndi rík­is­stjórn­in leyfa hinum nýju skatt­heimtu­mönn­um Íslands að fara sínu fram.“

Viðbrögð Ragn­heiðar El­ín­ar Árna­dótt­ur, ferðamálaráðherra, hafi hins veg­ar ekki verið á þann veg sem „eig­end­ur“ Geys­is­svæðis­ins höfðu viljað vera láta. Hún virt­ist ekki spennt „fyr­ir rukk­un við hlið. Það þótti mér gott að sjá og eru viðbrögð henn­ar þakk­arverð. Hún á hins veg­ar eft­ir að svara því hvort hún vill setja upp hlið til að sýna nátt­úrupassa. Það væri aft­ur­för og skref inn í rukk­un­ar­kerfi.“

Ögmund­ur rifjar upp að eig­end­ur Kers­ins hafi í sum­ar rutt braut­ina fyr­ir rukk­un við hlið. 

„Nú þarf að spyrja hver raun­veru­lega eigi nátt­úru Íslands án gæsalappa,“ skrif­ar Ögmund­ur. „Að sjálf­sögðu er það þjóðin. Mér sýn­ist þurfa að tryggja þetta gæsalappa­lausa eign­ar­hald  á nátt­úruperl­um í lög­um og að sjálf­sögðu í stjórn­ar­skrá.“

Ögmund­ur bend­ir á að síðan sé það annað mál að setja þurfi fjár­muni í ferðmannastaði. Rík­is­stjórn­in hafi ákveðið að falla frá fyr­ir­hugaðri skatt­lagn­ingu á ferðamenn. Hún hefði þó verið létt­væg fyr­ir ferðamenn­ina en skipt sköp­um fyr­ir vernd nátt­úr­unn­ar, að mati Ögmund­ar.

„Ann­ars er langt síðan ég hef skoðað Kerið. Best að drífa sig í það. Ekki mun ég þó borga. Enda á ég Kerið og borga ekki krónu til „eig­enda" í gæsa­löpp­um.

Skatta greiði ég hins veg­ar með ánægju og vil gjarn­an að þeir renni í ríf­leg­um mæli til nátt­úru­vernd­ar,“ skrif­ar Ögmund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert