Fargjöld Strætó hækka um 7%

mbl.is/Eggert

Fargjöld hjá Strætó hækka um 7% frá og með 1. desember.

Í fréttatilkynningu frá Strætó er hækkunin sögð að hluta tilkomin vegna almennra verðlagshækkana, en einnig vegna þeirrar stefnu stjórnar að hlutur fargjaldatekna verði hærri í rekstrarkostnaði fyrirtækisins.

Mismikil hækkun er á fargjaldaformum og tímabilskort og afsláttarfargjöld hækka minna en staðgreiðsla. Bent er á að stakt fargjald hafi ekki hækkað síðan í janúar 2011 en hækkar nú úr 350 kr. í 400. Eftir breytinguna njóti þeir sem kaupa tímabilskort mun meiri afsláttar en áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert