Mikill áhugi á Bernhöftstorfunni

Bankastræti 2. Veitingastaðurinn Lækjarbrekka er í fallegu húsi.
Bankastræti 2. Veitingastaðurinn Lækjarbrekka er í fallegu húsi. mbl.is/Þorkell

„Það er mikil áhugi á Bernhöftstorfunni,“ segir Kjartan Hallgeirsson, löggiltur fasteignasali hjá Eignamiðlun, sem auglýsti húseignirnar á Bernhöftstorfunni í Reykjavík til sölu um helgina.

Um er að ræða Bankastræti 2, Lækjargötu 3 og Amtmannsstíg 1. Í auglýsingu kemur fram að séreignarflatarmál eignanna, sem eru í útleigu, sé um 1.813 fermetrar á 2.187 fm eignarlóð. Eignirnar verða seldar í einu lagi en eigandi þeirra er Minjavernd.

Í Morgunblaðinu í dag segir Kjartan viðbrögð við auglýsingunni hafa verið góð. Þó nokkur áhugi hafi verið fyrir því að fá nánari upplýsingar um eignirnar og skoða þær. „Ég hef bókað ansi margar sýningar í vikunni og get ekki kvartað undan áhugaleysi,“ segir hann og bætir við að frekar sé um fjárfestingafélög að ræða en einstaklinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert