Undirverðlagðar ferðamannaperlur

Grímur Sæmundssen, forstjóri Bláa Lónsins.
Grímur Sæmundssen, forstjóri Bláa Lónsins. Kristinn Ingvarsson

„Á Íslandi er einstök náttúra sem hefur sterkt aðdráttarafl á fjölda erlendra ferðamanna en við erum ekki að verðleggja ferðamannaperlur okkar eins og við ættum að gera. Að mínu mati erum við að undirverðleggja Ísland hvað ferðamannaperlurnar varðar,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins. Hann segir umhugsunarefni að meðaltekjur af hverjum erlendum ferðamanni í erlendri mynt séu minni nú en fyrir hrun.

„Ég tala af reynslu því árið 2008 var ég að undirverðleggja þá upplifun að heimsækja Bláa Lónið. Ég held reyndar að Ísland nú sé í þessu efni í sömu stöðu og Bláa Lónið var árið 2008. Við fórum þá leið að hækka verðskrár okkar, en við rekum fyrirtækið í evrum. Á fimm árum höfum við tvöfaldað grunnverð en á sama tíma hefur gestum okkar fjölgað um 50 prósent.“

Grímur ræðir meðal annars ferðamannaiðnaðinn og uppbyggingu Bláa Lónsins í viðtali sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina en hann segir margt mega læra af uppbygginu svæðisins.  

Nánari í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út á morgun.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert