Bjarni varar Norðmenn við bólumyndun

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Morgunblaðið/Kristinn

„Ég hef tekið eft­ir því að hús­næðis­verð hef­ur hækkað mikið í Nor­egi. Slík hækk­un á alltaf að leiða til þess að yf­ir­völd hugsi: Hvaða áhrif get­ur okk­ar stefna haft á hækk­un­ina?“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, í viðtali við norska blaðið Dagens nær­ingsliv. 

Á fimmtu­dag­inn var Bjarni stadd­ur í Nor­egi á sam­eig­in­leg­um fundi fjár­málaráðherra Norður­land­anna. Siv Jen­sen, ný­skipaður fjár­málaráðherra Nor­egs, und­ir­strikaði á fund­in­um hversu mik­il­vægt væri að lönd­in á Norður­lönd­um störfuðu sam­an og lærðu hvert af öðru. Hún benti á að áður en hús­næðis­ból­an á Íslandi sprakk árið 2008 hefði hús­næðis­verð hækkað mikið á Íslandi. Bank­arn­ir hefðu hins veg­ar verið til­bún­ir  að lána fyr­ir 100% af hús­næðis­verði. 

„Aðgang­ur að láns­fé var of góður, og það ýtti und­ir bólu­mynd­un­ina,“ sagði Bjarni á fund­in­um. „Ég er ekki hrif­inn af því að stjórna mörkuðum, en hús­næðismarkaður­inn er markaður sem þarfn­ast stjórn­ar,“ bætti hann við. 

Bjarni seg­ir að þær aðgerðir sem nú­ver­andi rík­is­stjórn hans sé að gera, séu aðgerðir sem átti að fram­kvæma um leið og vanda­mál­in urðu til. 

Sjá frétt Dagens nær­ingsliv um málið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert