Bjarni varar Norðmenn við bólumyndun

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Morgunblaðið/Kristinn

„Ég hef tekið eftir því að húsnæðisverð hefur hækkað mikið í Noregi. Slík hækkun á alltaf að leiða til þess að yfirvöld hugsi: Hvaða áhrif getur okkar stefna haft á hækkunina?“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í viðtali við norska blaðið Dagens næringsliv. 

Á fimmtudaginn var Bjarni staddur í Noregi á sameiginlegum fundi fjármálaráðherra Norðurlandanna. Siv Jensen, nýskipaður fjármálaráðherra Noregs, undirstrikaði á fundinum hversu mikilvægt væri að löndin á Norðurlöndum störfuðu saman og lærðu hvert af öðru. Hún benti á að áður en húsnæðisbólan á Íslandi sprakk árið 2008 hefði húsnæðisverð hækkað mikið á Íslandi. Bankarnir hefðu hins vegar verið tilbúnir  að lána fyrir 100% af húsnæðisverði. 

„Aðgangur að lánsfé var of góður, og það ýtti undir bólumyndunina,“ sagði Bjarni á fundinum. „Ég er ekki hrifinn af því að stjórna mörkuðum, en húsnæðismarkaðurinn er markaður sem þarfnast stjórnar,“ bætti hann við. 

Bjarni segir að þær aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn hans sé að gera, séu aðgerðir sem átti að framkvæma um leið og vandamálin urðu til. 

Sjá frétt Dagens næringsliv um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert