Dó áfengisdauða á umferðareyju

Lögreglan hefur nóg að gera á nóttunni um helgar.
Lögreglan hefur nóg að gera á nóttunni um helgar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Tíst lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í gær­kvöldi og í nótt og aðrar upp­lýs­ing­ar frá lög­regl­unni sýna að ein­hverj­ir hafa verið viti sínu fjær af völd­um áfeng­is og fíkni­efna­neyslu í nótt. Mik­ill er­ill var í miðborg­inni og víðar og þurfti lög­regl­an að sinna út­köll­um á skemmtistöðum og í heima­hús­um um allt höfuðborg­ar­svæðið.

Á höfuðborg­ar­svæðinu komu upp fjöl­mörg fíkni­efna­mál í gær og í nótt og á Sel­fossi voru tveir tekn­ir með fíkni­efni. Á Ak­ur­eyri óku tveir und­ir áhrif­um fíkni­efna og þurfti lög­regl­an að veita hon­um eft­ir­för þar sem hann ók á mikl­um hraða í gegn­um íbúðahverfi.

Ef rennt er í gegn­um tíst lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu má sjá færsl­ur eins og til­kynn­ingu um mann sem svaf ölv­un­ar­svefni á um­ferðareyju. Var það lög­regl­an sem tók það að sér að vekja mann­inn. Ein­um ölvuðum var komið til aðstoðar þar sem hann „hékk“ á raf­magns­kassa. Til­kynnt um konu í andnauð en í ljós kom að hún var svo ofurölvi að hún náði ekki and­an­um. Var henni ráðlagt að koma sér í hátt­inn.

Þrír voru hand­tekn­ir í fíkni­efna­máli en þeir voru all­ir und­ir áhrif­um fíkni­efna og var bíl­stjóri bif­reiðar­inn­ar þar ekki und­an­skil­in. Eins voru þeir all­ir með fíkni­efni á sér.

Slags­mál á skemmtistöðum og víðar og dyra­vör­um komið til aðstoðar í bar­átt­unni við æst­an gest. Leigu­bíl­stjór­ar aðstoðaðir með farþega sem eru til vand­ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert