Stórt bjarg féll á göngustíginn

Grjótið sem féll á göngustíginn í Almannagjá er um tvö …
Grjótið sem féll á göngustíginn í Almannagjá er um tvö tonn að þyngd

Stórt bjarg, sem er sennilega um tvö tonn að þyngd, féll á göngustíginn í Almannagjá á Þingvöllum síðdegis í gær. Mun meira grjót hefur einnig fallið niður á göngustíginn en búið er að loka fyrir umferð um hann á þessu svæði.

Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að grjótið hafi fallið niður á stíginn í brekkunni frá Hakinu (svo nefndur Kárastaðastígur) niður að botni og láglendi gjárinnar. Starfsmenn þjóðgarðarins hafi strax girt staðinn af sem og nærliggjandi svæði þannig að fólk þarf að ganga út fyrir það svæði sem grjótið féll á og könnum bjargbrúnina að ofan.

Hann segir að þetta sé grafalvarlegt þar sem mikill fjöldi fólks fer þarna um daglega og mesta mildi að enginn hafi orðið fyrir grjóthruninu. Það er full ástæða til að taka þetta alvarlega enda fer fjöldi fólks um göngustíginn á hverjum degi, að sögn Ólafs.

Flestir steinanna voru á stærð við tvo fótbolta hver um sig. Lögregla hafi verið látin vita en nauðsynlegt sé að rannsaka málið frekar. Ekki er vitað hvað hafi gerst en líklegt sé að hitabreytingar hafi haft áhrif þar sem frost og þíða hafa skipst á undanfarið.

Að sögn Ólafs hefur ekkert verið hreyft við steinunum enda þurfi að rannsaka þetta betur og skoða hvort um sprungumyndun sé að ræða. „Við sjáum ekki hvaðan þessi stærsti kemur en það verður að rannsaka þetta betur,“ segir Ólafur Örn.

Búið er að girða svæðið af í Almannagjá
Búið er að girða svæðið af í Almannagjá
Búið er að girða svæðið af í Almannagjá
Búið er að girða svæðið af í Almannagjá
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert