Áberandi aukning var í sjúkraflugi á Ísafirði á fyrri helmingi ársins. Sama á við um sjúkraflutninga almennt á Ísafirði. Það sem af er ári hefur slökkviliðið á Ísafirði sinnt sjúkraflutningi 221 sinnum, en allt árið í fyrra voru tilfellin 235.
Þetta kemur fram á vestfirska fréttavefnum bb.is. Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, segir að rúmlega helmingur sjúkraflutnings í bænum sé neyðarflutningu utan vinnutíma. Sjúkraflugið er hluti af því.
Tæplega helmingur alls sjúkraflugs frá Ísafirði er bráðatilvik, eða 20 af 32 að meðaltali. Fyrirkomulag sjúkraflutninga á Ísafirði er nú í óvissustöðu, en samningar slökkviliðs og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða renna út í árslok.
„Það er óþægilegt að segja nokkuð um þetta,“ segir Þorbjörn í samtali við bb.is. „Við höfum tjáð okkur um málið, en það heyrist lítið á móti. Hérna heyrist ekkert á móti. Það er ekki umræða.“