Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð í Kringluna um klukkan 20 í gærkvöldi, þar sem kona hafði verið staðin að þjófnaði í verslun.
Að sögn lögreglu var konan í mjög annarlegu ástandi, þótt ekki fylgi sögu hvort það hafi verið vegna áfengis eða eiturlyfja.
Konan var því vistuð í fangageymslu þar til hægt yrði að ræða við hana, og er það enn þegar þetta er skrifað.
Tjón vegna þjófnaðar í verslunum á Íslandi hleypur á nokkrum milljörðum króna á hverju ári.