Bretar áhugasamir um sæstreng

Ráðstefnan fór fram í Lundúnum sl. föstudag.
Ráðstefnan fór fram í Lundúnum sl. föstudag. AFP
Sæ­streng­ur milli Íslands og Bret­lands yrði kostnaðar­söm fram­kvæmd en ætti að geta reynst hag­kvæmt verk­efni fyr­ir alla aðila og er ná­kvæm­lega það sem helst vant­ar í breska raf­orku­kerfið.

Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Pauls John­son, for­stöðumanns þró­un­ar hjá Nati­onal Grid, bresks flutn­ings­fyr­ir­tæk­is raf­orku, á ráðstefnu í húsa­kynn­um Bloom­berg-frétta­veit­unn­ar í London á föstu­dag.

Á ráðstefn­unni, sem bar heitið Ice­land Energy Summit, kom einnig fram að mik­ill áhugi er á verk­efn­inu meðal breskra stjórn­valda og meðal fjár­festa. Þetta kem­ur fram á vef Samorku.
Þá kem­ur fram, að á ráðstefn­unni hafi breski þingmaður­inn og fyrr­um orku­málaráðherr­ann Char­les Hendry sagst vera sann­færður um að í Bretlandi væri póli­tísk­ur vilji til staðar til að skoða málið í þaula.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert