Þörungarækt í stað innfluttrar repjuolíu

Sigurður Eiríksson, sem er til hægri á myndinni, segir að …
Sigurður Eiríksson, sem er til hægri á myndinni, segir að stefnt sé að því að hefja þörungarækt til olíuframleiðslu á næsta ári. mbl.is/Rósa Braga

Framkvæmdastjóri Íslensks eldsneytis, Sigurður Eiríksson, segir fyrirtækið búa yfir afkastagetu til þess að sinna öllum þungaflutningafyrirtækjum landsins.

Íslenskt eldsneyti framleiðir lífræna jurtaolíu til íblöndunar í dísilolíu. Á næsta ári er svo stefnt að því að hefja þörungarækt til olíuframleiðslu í þartilgerðum tjörnum.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður hugmyndina þá að ræktunin taki alfarið við af innfluttri repjuolíu. „Vonandi verður hægt að hætta við kaup á innfluttri repjuolíu innan þriggja ára,“ segir Sigurður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert