Tókust á um fjárlög og hundalógík

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Rósa Braga

„Með sömu hundalógík og hátt­virt­ur þingmaður held­ur fram hér væri vænt­an­lega hægt að auka tekj­ur rík­is­ins út í hið óend­an­lega með því að hækka skatta enda­laust. En það var reynd­ar lík­lega sú stefna sem síðasta rík­is­stjórn fylgdi með þeim ár­angri sem við sáum á síðasta kjör­tíma­bili.“

Þetta sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, í svari við fyr­ir­spurn frá Stein­grími J. Sig­fús­syni, þing­manni Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á Alþingi í dag en Stein­grím­ur gerði að um­tals­efni sínu skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um fram­kvæmd fjár­laga fyr­ir tíma­bilið janú­ar–júní 2013 þar sem meðal ann­ars kæmi fram að greiðslu­halli rík­is­sjóðs um mitt þetta ár hefði verið held­ur minni en áætlan­ir tíma­bils­ins hefðu gert ráð fyr­ir. 

„Það er sem sagt held­ur betri út­koma á greiðslu­jöfnuði en áætlan­irn­ar höfðu gert ráð fyr­ir. Sé sam­ræmi yfir í rekstr­araf­kom­una mundi þetta að breyttu breyt­anda ekki benda endi­lega til þess að end­an­leg út­koma rík­is­sjóðs á þessu ári á rekstr­ar­grunni yrði mjög frá­brugðin því sem fjár­lög gerðu ráð fyr­ir,“ sagði hann og beindi þeirri fyr­ir­spurn meðal ann­ars til for­sæt­is­ráðherra hvort ekki mætti ætla að fyrri fjár­lög hefðu staðist nokk­urn veg­inn ef ekki hefði verið fyr­ir ákv­arðanir nýrr­ar rík­is­stjórn­ar um minni tekj­ur rík­is­sjóðs og meiri út­gjöld.

Ekki vegna aðgerða nýrr­ar rík­is­stjórn­ar

„En hér erum við fyrst og fremst að ræða um halla árs­ins 2013. Hann verður, eins og meðal ann­ars hef­ur komið fram á þeim fundi sem hátt­virt­ur þingmaður nefndi, marg­falt meiri en gert var ráð fyr­ir í fjár­lög­um, illu heilli. Það er ekki vegna breyt­inga sem nú­ver­andi rík­is­stjórn gerði. Það er ein­fald­lega vegna þess hvernig síðasta rík­is­stjórn skildi við málið,“ sagði Sig­mund­ur. Rík­is­stjórn hans hefði að vísu fallið frá gistinátta­gjaldi en það væri til þess að stuðla að auk­inni veltu í ferðaþjón­ust­unni sem á end­an­um skilaði sér til rík­is­sjóðs.

Stein­grím­ur gaf lítið fyr­ir þær hug­mynd­ir að skatta­lækk­an­ir leiddu til meiri tekna fyr­ir rík­is­sjóð og sagði þær þvælu. Spurði hann hvort ekki mætti þá lækka skatta niður úr öllu valdi til þess að auka tekj­ur rík­is­sjóðs. Ráðherr­ann svaraði því þá til sem áður seg­ir að með sömu hundalógík mætti vænt­an­lega hækka tekj­ur rík­is­ins út í hið óend­an­lega með því að hækka skatta enda­laust. Hann lauk svari sínu með því að spyrja að því hvernig fjár­lög­in hefðu komið út til að mynda ef Stein­grím­ur hefði fengið Ices­a­ve-samn­ing­ana samþykkta sem hefðu þýtt að tug­ir millj­arða í er­lendri mynt hefðu farið úr landi.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður VG. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert