Bjarnfreður Ólafsson sem átti sæti í lánanefnd Kaupþingi banka í september árið 2008 breytti framburði sínum frá því sem var í yfirheyrslum á hjá sérstökum saksóknara.
Það gerði hann í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í ljósi upplýsinga sem hann fékk frá verjanda Hreiðars Más Sigurðssonar sem sýndu að lánveiting til Serval Trading, fór fram 29. september en ekki 19. september eins og Bjarnfreður hafði áður talið.
Þar með breytti hann framburð sínum um að lánanefndin hefði verið blekkt í viðskiptunum þar sem búið var að ræða við lánanefndina á þeim tíma sem lánveitingin til Serval Trading fór fram.
Saksóknari beindi athygli að og gerði athugasemd við að Bjarnfreður hafði fengið upplýsingar hjá verjanda Hreiðars Más.