Göngustígar malbikaðir í Dimmuborgum

Starfsmenn Kraftfags malbika göngustíg í Dimmuborgum.
Starfsmenn Kraftfags malbika göngustíg í Dimmuborgum. Ljósmynd/Daði Lange Friðrikss

Land­græðslan og Um­hverf­is­stofn­un hlutu á ár­inu rúm­lega tveggja millj­óna króna styrk úr Fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi í Dimmu­borg­um.

Ákveðið var að nota styrk­inn til að mal­bika göngu­stíg­inn frá aðkom­unni í Borg­irn­ar og inn á Hallar­flöt.

Snjó­bræðslu­kerfi var sett í hluta stígs­ins, ekki síst til að bæta aðgengi fatlaðra og auka ör­yggi ferðamanna al­mennt, seg­ir á vef Land­græðslunn­ar. Talið er að yfir 200 þús. manns heim­sæki Dimmu­borg­ir ár­lega.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert