Jöfnuður í Evrópu óvíða meiri en á Íslandi

mbl.is/Ómar

Árið 2012 var hlut­fall lands­manna sem var und­ir lág­tekju­mörk­um eða í hættu á fé­lags­legri ein­angr­un lægra á Íslandi en ann­ars staðar í Evr­ópu. Á Íslandi var hlut­fallið 12,7% en 25% meðal íbúa Evr­ópu­sam­bands­ins. Hlut­fallið í Nor­egi var næst lægst og þar á eft­ir var Hol­land.

Þetta kem­ur fram á vef Hag­stof­unn­ar.

Fram kem­ur, að þau lönd þar sem íbú­ar hafi helst verið fyr­ir neðan lág­tekju­mörk eða í fé­lags­legri ein­angr­un voru Búlga­ría, Rúm­en­ía og Lett­land. Mæl­ing­in bygg­ist á þrem­ur þátt­um: heim­ilis­tekj­um, vinnuþátt­töku heim­il­is­manna og hvað heim­il­in geta leyft sér af efn­is­leg­um gæðum. 

Ef litið er ein­göngu á þá sem voru fyr­ir neðan lág­tekju­mörk var hlut­fallið einnig lægst á Íslandi, 7,9% en 17,1% inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Tékk­land var með næst lægsta lág­tekju­hlut­fallið og þar á eft­ir komu Nor­eg­ur og Hol­land. Lág­tekju­mörk skil­grein­ast sem 60% af miðgildis­tekj­um í hverju landi.

Þegar aðrir mæli­kv­arðar á tekju­dreif­ingu eru skoðaðir var Ísland með þriðja mesta jöfnuðinn meðal Evr­ópuþjóða árið 2012. Gini-stuðull­inn á Íslandi var 24 en 30,5 inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Lægst­ur var Gini-stuðull­inn í Nor­egi, 22,6 og Slóven­íu, 23,7. Stuðull­inn væri 0 ef all­ir hefðu jafn­ar tekj­ur en 100 ef all­ar tekj­ur til­heyrðu sama ein­stak­lingn­um. Fimmt­ungastuðull­inn ber sam­an tekj­ur þeirra 20% tekju­hæstu og þeirra 20% tekju­lægstu. Á Íslandi var tekju­hæsti fimmt­ung­ur­inn með 3,4 sinn­um hærri tekj­ur en sá tekju­lægsti en 5,1 inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Norðmenn voru með lægsta fimmt­ungastuðul­inn, 3,2 og Slóven­ar voru næst­ir með 3,4.

Sam­kvæmt lífs­kjara­rann­sókn­inni stóð kaup­mátt­ur í stað milli ára eft­ir að hafa farið lækk­andi frá ár­inu 2009. Þróun kaup­mátt­ar milli ár­anna 2011 og 2012 var svipuð í öll­um tekjufimmt­ung­um. Kaup­mátt­ur þeirra tekju­hæstu rýrnaði hins veg­ar mest milli ár­anna 2009 og 2011.

Hag­stofa Íslands hef­ur gefið út Hagtíðindi um lág­tekju­mörk og tekju­dreif­ingu 2012 þar sem nán­ar er greint frá niður­stöðum.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert