„Lýðræðinu ekki til framdráttar að ráðast á forseta Íslands“

Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er ekki lýðræðinu eða stjórn­skip­un vorri til fram­drátt­ar að ráðast á for­seta Íslands með þess­um hætti,“ sagði Sigrún Magnús­dótt­ir, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, um gagn­rýni þeirra Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar og Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar á störf for­seta Íslands, Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar. 

Í nýj­um end­ur­minn­inga­bók­um sín­um fara þeir Stein­grím­ur og Össur hörðum orðum um Ólaf Ragn­ar. Seg­ir Stein­grím­ur til dæm­is að for­set­inn tali stund­um á er­lendri grundu líkt og hann fari með fram­kvæmda­valdið.

Á þingi í dag sagði Sigrún að til­gang­ur þeirra væri ef­laust að rétt­læta störf sín og fram­göngu í Lands­dóms­mál­inu. „Ýmis­legt er dregið fram úr skúma­skot­um. En forkast­an­leg­ust er aðför þeirra að for­seta lýðveld­is­ins. Það er ef til vill skilj­an­legt að þeim svíði að hafa ekki komið fram vilja sín­um að láta und­an Bret­um í Ices­a­ve-mál­inu. En þar bjargaði frum­kvæði for­set­ans og grasrót­ar­sam­tök­in InD­efence okk­ur frá veru­legu tjóni,“ sagði Sigrún.

„Væri ekki frek­ar ástæða til að þakka hon­um fyr­ir ár­vekni og djörf­ung? Það er ekki lýðræðinu eða stjórn­skip­un vorri til fram­drátt­ar að ráðast á for­seta Íslands með þess­um hætti.“ Ekki bæti það held­ur stjórn­má­laum­ræðuna í land­inu, að sögn Sigrún­ar.

„Á góðum stund­um tala og töluðu þess­ir stjórn­mála­menn um nauðsyn þess að gera stjórn­má­laum­ræðuna hófstillt­ari, mál­efna­legri og opn­ari. Öllum þess­um gild­um er kastað fyr­ir róða til þess að koma höggi á for­seta Íslands.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert