Næstum jafn frægur og Ólafur Ragnar

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. Kristinn Ingvarsson

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður VG, hef­ur það fyr­ir satt að því láti nærri að nafn hans komi jafn oft fyr­ir í leit­ar­vél Google og nafn Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands. „Nafn þessa sveitastráks hef­ur því býsna víða ratað,“ seg­ir Stein­grím­ur í end­ur­minn­ing­um sín­um.

Stein­grím­ur ger­ir þetta að um­tals­efni í end­ur­minn­inga­bók­inni Stein­grím­ur J.Frá Hruni og Heim sem Björn Þór Sig­björns­son skrá­ir.

Orðrétt seg­ir fyrr­ver­andi formaður VG um þá at­hygli sem hann fékk sem einn for­ystu­manna síðustu rík­is­stjórn­ar:

„Mér er sagt að ef leitað er á vefn­um, gúglað eins og sagt er, þá komi mitt nafn iðulega upp með fleiri hundruð þúsund eða millj­ón­ir taln­inga; fast á hæla okk­ar víðfræga for­seta. Nafn þessa sveitastráks hef­ur því býsna víða ratað, auðvitað fyrst og fremst vegna þess hversu tengt mitt nafn varð alþjóðlega við glímu Íslands við af­leiðing­ar Hruns­ins og hversu mikið ég lenti á ára­bili í að svara fyr­ir mál Íslands í því sam­bandi.“

For­sjón­in hafi ætlað hon­um hlut­verk

Stein­grím­ur seg­ir líka frá or­laga­rík­um degi í lífi hans, 16. janú­ar 2006, þegar bíll hans valt nokkr­ar velt­ur í gler­hálku og hríð nærri Bólstaðar­hlíð í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu:

„Ég var stál­hepp­inn. Þetta hefði getað farið miklu verr,“ seg­ir Stein­grím­ur sem tel­ur ekki úti­lokað að fyrst for­sjón­in gaf hon­um lengra líf og heilsu þá sé kannski ein­hver mein­ing á bak við það. „Sum­ir eru þeirr­ar skoðunar og eft­ir slysið var oft sagt við mig að það væri greini­legt að mínu hlut­verki væri ekki lokið.“

Álagið gríðarlegt

Stein­grím­ur fjall­ar einnig um þær miklu fórn­ir sem hann hafi þurft að færa vegna anna við stjórn lands­mála.

Hann hafi þannig ekki getað tekið frí, að því er heitið get­ur, frá haust­mánuðum 2008 og fram í ág­úst 2012, þegar hann tók sér tveggja vikna frí.

„Þetta er fórn sem menn verða að vera til­bún­ir að færa, alla vega þegar tím­arn­ir eru erfiðir og krefj­andi,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Er í bók­inni tekið dæmi af mikl­um önn­um Stein­gríms, nán­ar til­tekið miðviku­dag­inn 8. apríl 2009 og mánu­dag­inn 22. nóv­em­ber 2010.

Dag­skrá­in fyrri dag­inn hafi haf­ist klukk­an 9 að morgni og henni ekki lokið fyrr en 22.00 að kvöldi.

Hinn dag­ur­inn hafi haf­ist 8.15 og hon­um lokið klukk­an 22.00. Slíkt hafi funda­álagið verið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert