Reiðubúnir að beita sér gegn Íslandi

Wikipedia

Stjórn­völd í Nor­egi hafa til­kynnt ís­lensk­um og fær­eysku ráðamönn­um að þau vilji lausn á mak­ríl­deil­unni sem staðið hef­ur yfir und­an­far­in ár á milli Norðmanna og Evr­ópu­sam­bands­ins ann­ars veg­ar og Íslands og Fær­eyja hins veg­ar. Hins veg­ar séu þau ekki reiðubú­in að fall­ast á lausn á deil­unni sama hvað það kosti.

Frá þessu er greint á frétta­vefn­um Fis­hup­da­te.com í dag en beðið hef­ur verið eft­ir af­stöðu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Nor­egs, sem tók við völd­um ný­verið, til mak­ríl­deil­unn­ar. Fram kem­ur í frétt­inni að Auduns Maråk fram­kvæmda­stjóri Sam­taka norskra út­vegs­manna, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og Høgni Høy­dal, þingmaður fær­eyska Þjóðveld­is­flokks­ins hafi rætt um deil­una á vett­vangi Nor­ræna ráðsins.

Enn­frem­ur seg­ir í frétt­inni að all­ar lík­ur séu á því að Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur beiti Íslend­inga og Fær­ey­inga refsiaðgerðum ef ekki nást samn­ing­ar í deil­unni. Haft er eft­ir Maråk, sem sæti á í samn­inga­nefnd Nor­egs vegna mak­ríl­deil­unn­ar, að þó norsk stjórn­völd vilji forðast átök séu þau engu að síður reiðubú­in að grípa til aðgerða gegn Íslandi og Fær­eyj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert