Skattafrádrátt frekar en refsingar

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, seg­ist frek­ar vilja skapa já­kvæðan hvata fyr­ir ís­lenska náms­menn sem mennti sig er­lend­is til þess að snúa heim til starfa til að mynda með skattafrá­drætti frek­ar en að beita refsiaðgerðum.

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu Katrín­ar en hún vís­ar þar til um­mæla Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­manns fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, þess efn­is að skoða þurfi hvort rukka eigi ís­lenska náms­menn, sem taka náms­lán til þess að fjár­magna nám er­lend­is en skila sér ekki heim til starfa, um sér­stakt álag þegar kem­ur að end­ur­greiðslu lán­anna.

Katrín seg­ir að hug­mynd henn­ar í vinnu við frum­varp síðustu rík­is­stjórn­ar um Lána­sjóð ís­lenskra náms­manna hafi verið að nálg­ast þessi mál með já­kvæðum hætti og setja á lagg­irn­ar starfs­hóp til þess að skoða þann mögu­leika að end­ur­greiðslur náms­lána þeirra sem sneru heim að námi loknu yrðu tengd­ar skattafrá­drætti og þar með já­kvæðum hvata til þess að starfa hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka