Strætó bs. býður upp á 3G-nettengingu í hluta vagna sinna á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að sérmerkja þá 27 strætisvagnar sem eru með WIFI-tenginu og ættu þeir því ekki að fara fram hjá neinum, að því er segir í tilkynningu frá Strætó.
Fram kemur að mikil ánægja hafi verið með þessa þjónustu meðal farþega sem hafa notað hana mikið.
„Þá er boðið upp á nettengingu í öllum vögnum sem aka á landsbyggðinni og því tilvalið að nýta lengri ferðir til að sinna vinnunni, eða bara vafra um á netinu,“ segir í tilkynningunni.