Vinur forsetans í 30 ár

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hef verið vin­ur for­seta lýðveld­is­ins í 30 ár. Það hafa stund­um verið upp­stytt­ur í þeirri vináttu en við erum vin­ir áfram,“ sagði Össur Skarp­héðins­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, í umræðum á Alþingi í dag.

Áður hafði Sigrún Magnús­dótt­ir, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagt að það væri lýðræðinu ekki til fram­drátt­ar að ráðast á for­seta Íslands. Til­efnið er nýj­ar end­ur­minn­inga­bæk­ur Öss­ur­ar og Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar þar sem þeir fara hörðum hönd­um um for­set­ann, Ólaf Ragn­ar Gríms­son.

„Ég vil ekki að það liggi eft­ir í þingtíðind­um sem kom fram í áburði eins af for­ystu­mönn­um stjórn­ar­liðsins á hinu háa Alþingi að ég hafi í bók, sem ég sann­ar­lega gengst við að hafa skrifað en hátt­virt­ur formaður þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins sann­an­lega hef­ur ekki lesið, borið for­seta lýðveld­is­ins sök­um eða ráðist á hann. Mér þykir miður að heyra slíkt,“ sagði Össur.

„Það er al­veg ljóst að í þeirri bók, sem ég vona að hátt­virt­ur þingmaður lesi í fyll­ingu tím­ans, er ekk­ert sem gef­ur til­efni til þess­ara álykt­ana.“

Sigrún sagði að til­gang­ur bóka Öss­ur­ar og Stein­gríms væri ef­laust að rétt­læta störf og fram­göngu þeirra í Lands­dóms­mál­inu. „Að því er varðar ásak­an­ir henn­ar um Lands­dóm tel ég mig í hópi þeirra manna sem hafa ekk­ert að skamm­ast sín fyr­ir í þeim efn­um,“ svaraði Össur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert