Bókaverð hækkað um 10% á fimm árum

Ernir

Verð á nýútgefinni bók hjá Forlaginu hefur hækkað að meðaltali samtals um 10% síðustu fimm árin, eða á árunum 2009-2013.

Árið 2009 hækkaði ný bók um 3% frá árinu áður. Mesta hækkunin var á milli áranna 2011 til 2012 en þá hækkaði Forlagið heildsöluverðið frá sér um 7%. Engin hækkun hefur verið síðustu tvö árin. Forlagið er stærsti bókaútgefandinn.

Frá árinu 2009 hefur vísitala neysluverðs hækkað um rúm 17% samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, að því er fram kemur í frétt um verðhækkanir á bókum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert