Evrópumálin hefðu „hangið svo lengi yfir“ stjórnmálunum

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar Óskarsson

Forystumenn Samfylkingar voru andvígir þeirri tillögu áhrifamanna í Vinstri grænum að leggja bæri umsókn um ESB-aðild í atkvæðagreiðslu, þegar vinstristjórnin var í mótun 2009. Var forysta Samfylkingar jafnframt ekki tilbúin „til viðræðna um myndun ríkisstjórnar fyrr en ESB-umsókn væri í höfn“.

Þetta kemur fram í bókinni Frá Hruni og Heim, minningabók Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi formanns VG, um síðustu ríkisstjórn.

Sérstakur kafli er um ESB-umsóknina og rifjar Steingrímur þar upp hvernig kveðið hafi við „nýjan tón“ í Evrópumálum á landsfundi VG í mars 2009. Ögmundur Jónasson, einn helsti andstæðingur ESB-aðildar í VG, hafi þá farið fyrir samþykktri ályktun um að aðild skyldi til lykta leidd í þjóðaratkvæði.

Skammlíf lending í málinu

Segir í minningum Steingríms, sem blaðamaðurinn Björn Þór Sigbjörnsson skráir, að ályktunin hafi orðið grunnur að „lendingu í stjórnarmyndunarviðræðum“.

Orðrétt segir Steingrímur um þá ákvörðun að setja ESB-aðild á verkefnalista ríkisstjórnarinnar: „Mín hugsun var sú að loks væri þá hægt að fá einhvern botn í þetta mál sem hafði hangið svo lengi yfir okkur. Við skyldum bara láta á þetta reyna.“

Steingrímur segir að sú niðurstaða að fallast á að Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, legði fram tillögu um aðildarumsókn að ESB hafi verið sér á móti skapi, en hún var sem kunnugt er samþykkt 16. júlí 2009.

Hann hafnar því hins vegar að í Evrópumálunum hafi verið unnið í andstöðu við stefnu flokksins og samþykktir. „Það er rangt,“ segir Steingrímur og víkur síðan að því hvernig forysta VG hafi alltaf fengið stuðning og fullt umboð til að halda málinu áfram þegar það var tekið upp innan flokksins.

AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka