Evrópumálin hefðu „hangið svo lengi yfir“ stjórnmálunum

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar Óskarsson

For­ystu­menn Sam­fylk­ing­ar voru and­víg­ir þeirri til­lögu áhrifa­manna í Vinstri græn­um að leggja bæri um­sókn um ESB-aðild í at­kvæðagreiðslu, þegar vinstri­stjórn­in var í mót­un 2009. Var for­ysta Sam­fylk­ing­ar jafn­framt ekki til­bú­in „til viðræðna um mynd­un rík­is­stjórn­ar fyrr en ESB-um­sókn væri í höfn“.

Þetta kem­ur fram í bók­inni Frá Hruni og Heim, minn­inga­bók Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, þáver­andi for­manns VG, um síðustu rík­is­stjórn.

Sér­stak­ur kafli er um ESB-um­sókn­ina og rifjar Stein­grím­ur þar upp hvernig kveðið hafi við „nýj­an tón“ í Evr­ópu­mál­um á lands­fundi VG í mars 2009. Ögmund­ur Jónas­son, einn helsti and­stæðing­ur ESB-aðild­ar í VG, hafi þá farið fyr­ir samþykktri álykt­un um að aðild skyldi til lykta leidd í þjóðar­at­kvæði.

Skamm­líf lend­ing í mál­inu

Seg­ir í minn­ing­um Stein­gríms, sem blaðamaður­inn Björn Þór Sig­björns­son skrá­ir, að álykt­un­in hafi orðið grunn­ur að „lend­ingu í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum“.

Orðrétt seg­ir Stein­grím­ur um þá ákvörðun að setja ESB-aðild á verk­efna­lista rík­is­stjórn­ar­inn­ar: „Mín hugs­un var sú að loks væri þá hægt að fá ein­hvern botn í þetta mál sem hafði hangið svo lengi yfir okk­ur. Við skyld­um bara láta á þetta reyna.“

Stein­grím­ur seg­ir að sú niðurstaða að fall­ast á að Össur Skarp­héðins­son, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, legði fram til­lögu um aðild­ar­um­sókn að ESB hafi verið sér á móti skapi, en hún var sem kunn­ugt er samþykkt 16. júlí 2009.

Hann hafn­ar því hins veg­ar að í Evr­ópu­mál­un­um hafi verið unnið í and­stöðu við stefnu flokks­ins og samþykkt­ir. „Það er rangt,“ seg­ir Stein­grím­ur og vík­ur síðan að því hvernig for­ysta VG hafi alltaf fengið stuðning og fullt umboð til að halda mál­inu áfram þegar það var tekið upp inn­an flokks­ins.

AFP
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert