Furðar sig á Seðlabankanum

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að halda stýri­vöxt­um óbreytt­um sé „al­gjör­lega óskilj­an­leg“. Á Alþingi í dag sagðist hann jafn­vel vilja end­ur­skoða aðkomu hans að vaxta­ákvörðunum í land­inu.

„Fram kem­ur að helstu rök séu þau að bú­ist sé við aukn­um hag­vexti, eða upp á 2,3%. Í ný­legri skýrslu ASÍ um dag­inn kom fram að gert er ráð fyr­ir 1,7% hag­vexti,“ sagði Þor­steinn. „Er það svo ægi­leg­ur héraðsbrest­ur að hér verði 2,3% hag­vöxt­ur? Er það ástæða til að halda hér stýri­vöxt­um óbreytt­um þegar fjár­fest­ing er í sögu­legu lág­marki eins og hún er búin að vera? Hvað ætl­ar Seðlabank­inn að viðhalda lengi kyrr­stöðu og deyfð?“

Þá sagði hann að Seðlabank­inn hafi hótað aðilum vinnu­markaðar­ins því að stýri­vext­ir verði hækkaðir ef kjara­samn­ing­ar yrðu hon­um ekki þókn­an­leg­ir. „Ég veit bara ekki í hvaða veru­leika Seðlabank­inn lif­ir. Það er kannski kom­inn tími til að end­ur­skoða aðkomu hans að vaxta­ákvörðunum hér í land­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert