Gagnrýndi nýjan spurningaþátt á RÚV

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Ómar Óskarsson

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega auglýsingu nýs spurningaþáttar á RÚV á Alþingi í dag. Um er að ræða þáttinn Vertu viss, sem hefur göngu sína á laugardaginn, en þátttakendur geta unnið sér inn tíu milljónir króna.

„Á meðan við sem höldum um fjárveitingavaldið erum að reyna að draga saman í ýmsum þáttum í útgjöldum ríkisins auglýsir Ríkisútvarpið, sem er með nefskatt af hálfu löggjafans og fær fram fé sem er á fjórða milljarð, í sjónvarpinu í gær á sínum auglýsingatíma þennan verðandi þátt og ég held að verðlaunaféð sé 10 milljónir,“ sagði Ragnheiður.

Þá bætti hún við: „Ætlar Ríkisútvarpið að taka þessar 10 milljónir af skattfé almennings til að veita svo einhverjum sem svarar spurningum rétt? Ef það er svo, þá er það með ólíkindum. Á sama tíma og verið er að leita í hverju skúmaskoti eftir krónum til að fjármagna ýmsa þætti ætlar stofnun sem er rekin af skattfé almennings að fara fram með þessum hætti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert