Aldrei ætlunin að leyna láninu

Björn Þorvaldsson (t.h.) sérstakur saksóknari í málinu við upphaf réttarhaldanna …
Björn Þorvaldsson (t.h.) sérstakur saksóknari í málinu við upphaf réttarhaldanna í dag. mbl.is/Rósa Braga

Bjarki Diego, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri út­lána Kaupþings, seg­ist telja að hand­vömm starfs­manna bank­ans skýri hvers vegna lán­veit­ing til Q Ice­land Fin­ance var lögð fyr­ir lána­nefnd stjórn­ar en lán til  fé­lags­ins Gerlands, sem var í eigu Ólafs Ólafs­son­ar, var ekki lagt und­ir nefnd­ina.

Þetta kom fram í yf­ir­heyrslu yfir Bjarka í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Bjarki sagði að frá fundi lána­nefnd­ar stjórn­ar, sem var hald­inn í London, þar sem lán vegna kaupa Al Thani var af­greitt. Þá hafði verið til­kynnt um kaup Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi í Kaup­höll Íslands.

Bjarki var spurður hvernig staðið hefði verið að lán­veit­ing­um til Gerlands. Bjarki sagði að Hall­dór Lúðvígs­son, viðskipta­stjóri á lána­sviði Kaupþings, hefði verið falið um að út­búa skjöl vegna lána til Gerlands. Að öllu jöfnu hefði það verið verk­efni Guðmund­ar Þórs Gunn­ars­son­ar, viðskipta­stjóra á út­lána­sviði Kaupþings, að ganga frá viðskipt­un­um. Hann hefði verið viðskipta­stjóri yfir þeim fé­lög­um sem Ólaf­ur átti. Það hefði hins veg­ar verið mjög mikið að gera hjá Guðmundi á þess­um tíma, en lítið að gera hjá Hall­dóri. Bjarki sagðist telja að Guðmund­ur og Hall­dór hefðu talið að hinn myndi leggja lán­veit­ing­una und­ir lána­nefnd. Það hefði verið hand­vömm að lánið hefði ekki verið lagt fyr­ir lána­nefnd.

Bjarki sagði frá­leitt að það hefði verið ætl­un­in að leyna lán­veit­ing­unni til Gerlands. Lánið hefði verið skráð í bæk­ur bank­ans og ekki hægt að leyna lán­inu. „Það geng­ur ekki upp að leyna láni upp á 12,5 millj­arð. Það geng­ur alls ekki upp í banka­starf­semi að leyna slíku láni.“

Bjarki sagðist ekki vita um neitt dæmi um að upp­lýs­ing­um hefði verið haldið frá lána­nefnd­inni.

Bjarki tók fram að hann hefði ekki vitað um lán­veit­ingu til Ólafs vegna viðskipt­anna fyrr en eft­ir hrun bank­ans. Hann sagði að hann hefði setið í mjög stutt­an tíma á fundi þar sem Hreiðar Más Sig­urðsson gaf fyr­ir­mæli um hvernig standa ætti að lán­veit­ing­unni og ekki haft yf­ir­sýn yfir málið.

Stjórn­end­ur Kaupþings hafa við skýrslu­töku í héraðsdómi sagt að kaup Al Thani á hlut í Kaupþingi í sept­em­ber 2008 hafi styrkt stöðu bank­ans og staða hans væri 3,5 millj­örðum betri en ef þessi viðskipti hefðu aldrei átt sér stað. Þeir hafa viður­kennt að Kaupþing hafi lánað allt kaup­verðið, en það kom ekki fram í til­kynn­ingu sem send var Kaup­höll­inni á sín­um tíma. Ekki var þar held­ur getið um aðild Ólafs Ólafs­son­ar að viðskipt­un­um. Stjórn­end­ur bank­ans segja að þess­ar upp­lýs­ing­ar hafi ekki þurft að koma fram í til­kynn­ing­unni.

Ólafur Ólafsson, fyrrverandi hluthafi í Kaupþingi og Sigurður Einarsson fyrrverandi …
Ólaf­ur Ólafs­son, fyrr­ver­andi hlut­hafi í Kaupþingi og Sig­urður Ein­ars­son fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Kaupþingi, fylgd­ust með rétt­ar­hald­inu í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un. mbl.is/​Rósa Braga
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert