Forsætisráðherra fengi ekki háa einkunn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar kvörtuðu und­an því á Alþingi í dag að for­sæt­is­ráðherra hefði eytt tíma þeirra til einskis með skýrslu­gjöf þar sem ekk­ert nýtt hefði komið fram. 

Sig­mund­ur Davíð sagði óhikað mega halda því fram að skulda­leiðrétt­ing­in sem fram und­an sé verði sú mesta sem ráðist hafi verið í, alla­vega á síðari tím­um. Hann sagði eðli­legt að tími væri tek­inn í að und­ir­búa slíka fram­kvæmd og ráðfæra sig við sér­fræðinga.

Eng­inn ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins var viðstadd­ur umræðuna um skulda­leiðrétt­ing­ar.

Marg­ar spurn­ing­ar vöknuðu

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar voru ekki upp­lýst­ir efn­is­lega um það fyr­ir­fram hvað koma myndi fram í munn­legri skýrslu for­sæt­is­ráðherra í dag. Þeir fjöl­menntu því í sal­inn til að hlýða á ræðu hans. Í henni kom í stuttu máli fram að 10 liða aðgerðaráætl­un, sem samþykkt var með þings­álykt­un­ar­til­lögu í sum­ar, sé á áætl­un og að vinna sé að hefjast í for­sæt­is­ráðuneyt­inu við frum­varp um leiðir til leiðrétt­inga.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, sté í pontu eft­ir skýrsl­una og sagði marg­ar spurn­ing­ar óneit­an­lega vakna. Nokkr­um þeirra beindi hún til for­sæt­is­ráðherra og spurði meðal ann­ars:

Hvaða til­lög­ur um leiðir til skulda­leiðrétt­ing­ar eru til­bún­ar? Hafa ein­hverj­ar þeirra verið rædd­ar í rík­is­stjórn? Er kom­in ein­hver stærðargráða á það svig­rúm sem mun mynd­ast með samn­ing­um við kröfu­hafa bank­anna? Ef sett verður þak á þá fjár­hæð sem hvert heim­ili get­ur fengið, við hvað verður það þak þá miðað? Við tekj­ur heim­il­anna eða við skuld­ir?

Stór fyr­ir­heit sem verði staðið við

Þess­um spurn­ing­um Katrín­ar svaraði Sig­mund­ur Davíð ekki þegar hann sté aft­ur í pontu í lok umræðunn­ar. Hins veg­ar sagði hann að eft­ir að hafa hlýtt á stjórn­ar­and­stöðuna hefði veru­lega dregið úr áhyggj­um hans um að þing­menn henn­ar geti þvælst fyr­ir því að skulda­leiðrétt­ing­ar verði fram­kvæmd­ar.

„Vegna þess að helstu gagn­rýn­end­ur mættu al­gjör­lega tóm­hent­ir til þess­ar­ar umræðu,“ sagði Sig­mund­ur Davíð og nefndi sér­stak­lega Árna Pál Árna­son, formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem sagði fátt benda til þess að nokkuð verði í hendi um skulda­mál heim­il­anna fyr­ir ára­mót.

„Þetta er bara vit­leysa,“ sagði for­sæt­is­ráðherra og end­ur­tók að þrátt fyr­ir að fyr­ir­heit­in í kosn­ing­um hafi verið mjög stór þá liggi nú fyr­ir að allt sé sam­kvæmt áætl­un við fram­kvæmd þeirra.

„Eða ætl­ar ein­hver að halda því fram að þegar ráðist verður í skulda­leiðrétt­ing­una, sem hægt er að halda óhikað fram að sé sú mesta sem ráðist hef­ur verið í, alla­vega á síðari tím­um, að þá hafi verið rangt að leita til sér­fræðinga?“

Sig­mund­ur Davíð ít­rekaði að leiðrétt­ing­arn­ar muni stand­ast og verði „fyr­ir alla þá sem urðu fyr­ir tjóni vegna hins ófyr­ir­séða verðbólgu­skots ár­anna frá 2007 til 2010.“ Ekki sé seinna vænna að koma til móts við þann „af­skipta hóp“ og gera það fag­lega og vel.

Ómak­lega vegið að stjórn­ar­and­stöðu

Ásak­an­ir for­sæt­is­ráðherra á hend­ur stjórn­ar­and­stöðunni komu illa við þing­menn henn­ar og stigu nokkr­ir þeirra aft­ur í pontu. Birgitta Jóns­dótt­ir þingmaður Pírata sagði ómak­legt af Sig­mundi Davíð að setja málið þannig fram að minni­hlut­inn væri ástæðan fyr­ir seina­gangi máls­ins.

„Minni­hlut­inn hef­ur ekki gert nein­ar til­raun­ir til að standa í vegi fyr­ir þess­um aðgerðum for­sæt­is­ráðherra,“ sagði Birgitta. Flokks­bróðir henn­ar Jón Þór Ólafs­son gaf lítið fyr­ir skýrslu ráðherra og sagði að í skóla­kerf­inu fengi hann ekki góða ein­kunn fyr­ir svona skýrslu­gjöf um fram­gang mála.

Þing og þjóð í óvissu

Helgi Hjörv­ar þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar benti á að stjórn­ar­and­stöðuþing­menn hefði ekki haft val um annað en að mæta tóm­hent­ir í pontu því þeir hafi ekki fengið nein­ar upp­lýs­ing­ar um gang mála.

Hann gagn­rýndi að tíma þings­ins væri eytt til einskis með skýrslu­gjöf um ná­kvæm­lega ekki neitt. „Hér hef­ur ekk­ert verið upp­lýst um um­fang aðgerða, tíma­setn­ing­ar, fjár­hæðir eða nokk­urn skapaðan hlut [...] í munn­legri skýrslu for­sæt­is­ráðherra kom ekki neitt fram nema að allt gengi sam­kvæmt áætl­un. Að verið sé að skrifa frum­varp sem ráðherra upp­lýs­ir þingið ekki um hvað inni­held­ur, né þjóðina.“

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir þingmaður Sam­fylk­ing­ar tók und­ir orð Helga Hjörv­ar og sagði að þing­menn hefðu kannski ekki verið að breyta plön­um sín­um til að mæta í þingsal og hlusta hefðu þeir vitað að skýrslu­gjöf­in yrði svo „eymd­ar­leg yf­ir­ferð“ um það eitt hvað búið væri að bæta við mörg­um starfs­hóp­um.

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á Alþingi.
Katrín Jak­obs­dótt­ir formaður Vinstri grænna á Alþingi. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi.
Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Alþingi. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi.
Helgi Hjörv­ar þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Alþingi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert