„Þetta var ekki löglegt“

Hörður Felix Harðarson, lögmaður ásamt skjólstæðingi sínum, Hreiðari Má Sigurðssyni …
Hörður Felix Harðarson, lögmaður ásamt skjólstæðingi sínum, Hreiðari Má Sigurðssyni við upphaf réttarhaldanna í dag. mbl.is/Rósa Braga

Stig Tommy Pers­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður í Kaupþingi, sagði í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag að ef stjórn bank­ans hefði verið upp­lýst um að Kaupþing myndi fjár­magna að fullu kaup Al Thani á 5,01% hlut hefði stjórn­in brugðist við. Viðskipti með þess­um hætti hefðu ekki verið lög­leg.

Pers­son sagði að stjórn Kaupþings hefði ekki fengið upp­lýs­ing­ar um kaup Al Thani fyr­ir­fram held­ur hefði fengið upp­lýs­ing­ar um leið og þau voru til­kynnt í Kaup­höll­inni í sept­em­ber 2008.

Pers­son sagði að stjórn­in hefði ekki verið upp­lýst um að Kaupþing hefði fjár­magnað að fullu kaup Al Thani á hlut í bank­an­um. „ Ef við hefðum fengið upp­lýs­ing­ar um það hefðum við strax brugðist við.“

Björn Þor­valds­son sak­sókn­ari spurði Pers­son hvers vegna stjórn­in hefði brugðist við. „Vegna þess að að þetta var ekki lög­legt,“ svaraði Pers­son.

Pers­son sagði einnig að hann hefði talið að Al Thani, sem væri einn rík­asti maður í heimi, þyrfti ekki að taka lán til að fjár­magna kaup­in á hlutn­um í Kaupþingi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert