Fáar nýjar rafbækur um jólin

mbl.is/Sigurgeir

Jólabækurnar streyma nú inn í bókabúðir hver á fætur annarri. Langflestar eru þær í formi prentaðra bóka og einungis brot af þeim kemur samhliða út sem rafbók.

Af þeim bókaútgáfum sem haft var samband við voru tvö forlög sem gefa samtímis út rafbók og innbundna bók, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Um 15 rafbækur af nýjum titlum koma út hjá Forlaginu um þessar mundir. Bókaútgáfan Bjartur gefur út 6-8 titla í rafbók sem er ívið meira en í fyrra. Bókaútgáfan Salka gefur ekki út neinar bækur í formi rafbóka. Það er þó í skoðun og ekki útilokað að einhverjar rafbækur komi út fyrir jólin. Sömu sögu er að segja hjá Uppheimum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert